Home / Fréttir / Princeton-háskóli snýr baki við Woodrow Wilsonm

Princeton-háskóli snýr baki við Woodrow Wilsonm

Woodrow Wilson
Woodrow Wilson

Princeton-háskóli í Bandaríkjunum er í hópi virtustu háskóla landsins. Yfirstjórn hans hefur nú ákveðið að afmá allt tengt nafni skólans sem minnir á Woodrow Wilson.

Woodrow Wilson (1856-1924), var 28. forseti Bandaríkjanna frá 1913 til 1921. Hann var lögfræðingur og demókrati sem hafði verið forseti Princeton-háskóla og 34. ríkisstjóri í New Jersey áður en hann sigraði í forsetakosningunum haustið 1912. Hann er talinn hafa stuðlað að mestu félagslegu umbótum í Bandaríkjunum þar til Franklin Roosevelt varð forseti og beitti sér fyrir löggjöfinni sem á ensku er kennd við New Deal árið 1933. Wilson hafði forystu um að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1917. Frumkvæðisstefna hans í utanríkismálum gat af sér fræðiorðið Wilsonianism. Hann átti ríkan þátt í að Þjóðabandalagið var stofnað.

Wilson lauk námi í Princeton árið 1879 en nú í fyrri viku tilkynnti yfirstjórn skólans að nafn hans yrði ekki lengur á þeirri deild skólans sem á ensku heitir

School of Public and International Affairs og ekki heldur á heimavistarskóla „nafn hans er óviðeigandi vegna kynþáttahyggju hans og stefnu“ sagði í tilkynningunni.

Christopher Eisgruber, forseti Princeton-háskóla, sagði: „Kynþáttahyggja Wilsons var umtalsverð og afdrifarík jafnvel á mælikvarða þess tíma.“

The Woodrow Wilson School verður nú The Princeton School of Public and International Affairs. Wilson College verður First College.

Í stúdentablaðinu The Daily Princetonian stóð: „Þegar Wilson var forseti háskólans beitti hann sér gegn því að svartir umsækjendur kæmust í skólann, hann skrifaði: Það er alfarið óráðlegt fyrir litaðan mann að innritast í Princeton.“

 

Heimild: Axios

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …