Home / Fréttir / Pompeo og Lavrov ræða Venesúela í Rovaniemi

Pompeo og Lavrov ræða Venesúela í Rovaniemi

Sergei Lavrov og Mike Pompeo
Sergei Lavrov og Mike Pompeo

Háttsettur rússneskur embættismaður staðfestir að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hitti Mike Pompeo, utanríkisrráðherra Bandaríkjanna, á fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi í næstu viku.

Ónafngreindur bandarískur embættismaður sagði fimmtudaginn 2. maí að ráðherrarnir mundu ræða  „fjölmörg mál“ á fundinum sem hefst mánudaginn 6. maí.

Lavrov og Pompeo hafa aðeins einu sinni áður hist á sambærilegum fundi og nú er fyrirhugaður.

Talið ar að ástandið í Venesúela verði efst á dagskrá ráðherranna að þessu sinni. Rússar styðja Nicolas Maduro sem Bandaríkjastjórn segir að ekki hafi hlotið lögmæta kosningu sem forseti í fyrra. Hún styður nú Juan Guadió þingforseta sem bráðabirgðaforseta Venesúela. Rússar styðja Maduro.

Pompeo sagði þriðjudaginn 30. apríl að Maduro hefði verið tilbúinn til að fara í útlegð til Kúbu.en Rússar hefðu talið honum hughvarf. Lavrov sagði fimmtudaginn 2. maí að þessi fullyrðing Pompeos væri röng.

Í mars sendu Rússar flugvélar með tæplega 100 hermenn til Venesúela en fjárhagslegir hagsmunir Rússa eru miklir í landinu. Bandaríkjastjórn telur að þetta hafi verið sérsveitarmenn og netöryggis sérfræðingar.

 

 

Skoða einnig

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 …