Home / Fréttir / Pompeo í Norðurskautsráðinu til fylgjast með Kínverjum

Pompeo í Norðurskautsráðinu til fylgjast með Kínverjum

 

Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson á blaðamannafundi Hörpu.
Mike Pompeo og Guðlaugur Þór Þórðarson á blaðamannafundi Hörpu.

Íslendingar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu á fundi í Rovaniemi í Finnlandi 6. til 7. maí. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, stefnir að því að sitja fundinn til að staðfesta vaxandi áhuga Bandaríkjastjórnar á að fylgjast með hagsmunagæslu Kínverja á norðurslóðum, sagði talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins föstudaginn 15. mars.

Átta ríki eiga aðild að Norðurskautsráðinu: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Viðhorf og hagsmunagæsla á norðurslóðum hafa breyst undanfarin ár vegna bráðnunar íss, meiri nýtingar auðlinda og aukinnar skipaumferðar.

Háttsettur embættismaður utanríkisráðuneytisins sagði að Pompeo mundi sitja fundinn í Rovaniemi nema eitthvað óvænt hindraði þátttöku hans.

„Við viljum sýna að okkur skiptir máli að vera norðurskautsþjóð, norðurskautsveldi,“ sagði embættismaðurinn sem vildi ekki að nafns síns yrði getið. „Framganga Kínverja hefur í raun fangað athygli allra, þar á meðal Rússa.“

Kínverjar urðu áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu árið 2013. Í fyrra boðuðu þeir að fjárfestingaráform sem kennd eru við belti og braut af Xi Jinping Kínaforseta eigi að ná til norðurslóða og siglinga í Norður-Íshafi.

 

Skoða einnig

Sænskir jafnaðarmenn viðurkenna mistök í útlendingamálum

Sænskir jafnaðarmenn hafa látið vinna skýrslu um útlendingamál innan flokks síns þar sem komist er …