Home / Fréttir / Pólski stjórnarflokkurinn sigrar í þingkosningum

Pólski stjórnarflokkurinn sigrar í þingkosningum

Á pólskum kjörstað.
Á pólskum kjörstað.

Pólski stjórnarflokkurinn, Laga- og réttlætisflokkurinn (PiS), er sigurvegari þingkosninga sunnudaginn 13. október megi marka útgönguspár. Stjórnarandstöðuflokkarnir telja þó hugsanlegt að þeim takist að mynda meirihlutastjórn.

Útgönguspá segir að PiS fái 43,6%. Borgaralegu samstöðunni, það er flokkurinn Borgaralegur vettvangur, sem áður laut forystu Donalds Tusks, núv. forseta leiðtogaráðs ESB, og fleiri frjálslyndum flokkum er spáð öðru sæti með 27,4% fylgi.

Sé litið til annarra flokka sem eru taldir komast yfir 5% þröskuldinn fær vinstra bandalagið 11,9%, íhaldssami bændaflokkurinn, Pólski lýðflokkurinn, fær 9,6% og Samfylkingin (lengst til hægri) fær 6,4%.

Reynist spáin rétt kynni PiS að fá hreinan meirihluta í neðri deild þingsins, Sejm, 239 sæti af 460.

Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi PiS, lýsti yfir sigri með fyrirvara að um spá væri að ræða.

Rúmlega 30 milljón kjósendur fóru á kjörstað til að velja þingmenn í Sejm og 100 öldungadeildarþingmenn.

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …