Home / Fréttir / Pólitískt hlutverk NATO á norðurslóðum

Pólitískt hlutverk NATO á norðurslóðum

 

 na

Höfundur: Kristinn Valdimarsson

Á undanförnum árum hefur kastljós almennings, stjórnmálamanna og fjölmiðla sífellt meira beinst að norðurslóðum. Þetta hefur ekki farið fram hjá okkur Íslendingum. Má nefna að ráðstefnan Hringborð norðurslóða (e. Arctic Circle), sem fyrrverandi forseta Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hleypti af stokkunum er orðin að áhrifamiklum alþjóðlegum viðburði. Aukinn áhugi á heimshlutanum þarf ekki að koma á óvart, miklar breytingar eiga sér nú stað á svæðinu. Þær eru af ýmsu tagi. Hernaðarleg staða svæðisins er t.d. önnur nú en fyrir nokkrum árum.

Á vefsíðunni War on the Rocks sem fjallar um utanríkis- og öryggismál birtist nýlega grein um hlutverk Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum eftir Rebeccu Pincus. Hún er doktor í auðlindastjórnun (e. national resources) og sérfræðingur í málefnum norðurslóða. Rebecca starfar í Flotaháskóla Bandaríkjanna (e. US Naval War College). Nefna má að Rebecca fékk Fulbright-styrk til þess að kenna við Háskóla Íslands árið 2015.

Í upphafi greinarinnar minnist Rebecca á aukin hernaðarumsvif Rússa á norðurslóðum. Umferð herflugvéla þeirra hefur aukist, sömuleiðis kafbátaumferð og heræfingum hefur fjölgað. Þetta hefur leitt til þess að raddir þeirra sem vilja að NATO auki varnir sínar á svæðinu til að hamla gegn útþennslu Rússa verða sífellt háværari. Rebecca tekur undir að bandalagið hafi mikilvægu hlutverki að gegna á norðurslóðum en það þurfi að átta sig á því að staða mála á svæðinu sé viðkvæm.

Huga verði að fleiri þáttum en öryggismálum þegar horft sé til norðurslóða. Þannig eigi miklar breytingar sér stað á umhverfi svæðisins vegna loftslagsbreytinga sem ekki sjái fyrir endann á. Ekki megi heldur gleyma því að efnahagslegt mikilvægi svæðisins aukist m.a. vegna þess að aðgangur að nýjum auðlindum e opnist. Stjórnmál á svæðinu taki einnig breytingum ekki síst með þeim hætti að ýmsir hópar frumbyggja hafi meira að segja um sín mál heldur en áður.

Staða mála sé því flókin og aðildarríki NATO þurfi því að hugsa sig vel um hvernig best sé að fást við þennan heimshluta því annars geti öryggi þar minnkað. Að mati Rebeccu er best fyrir NATO að hefja viðræður við Rússa um öryggismál á norðurslóðum enda eigi slíkar viðræður sér ekki stað annars staðar. Rebecca nefnir tvo vettvanga þar sem rætt sé um öryggismál á svæðinu. Annar er frá 2011 og kallast á ensku Arctic Security Forces Roundtable. Rússar áttu þar upphaflega sæti en voru reknir eftir að þeir réðust á Krímskagann árið 2014. Hinn vettvangurinn heitir á ensku Arctic Chiefs of Defence hann varð til að frumkvæði Kanadamanna árið 2012. Anna Wieslander hjá bandarísku hugveitunni Atlantic Council segir vettvanginn hafa ónothæfan síðan Krímdeilan hófst.

Rebeccu segir NATO hafa úrræði til að ræða við Rússa um norðurskautssvæðið. NATO standi á tveimur stoðum. Önnur stoðin sé samvinna NATO-ríkjanna á hernaðarsviðinu. Hin stoðin NATO sæki styrk sinn til stjórnmála. Í skipulagi bandalagsins sé gert ráð fyrir þingi sem fulltrúar aðildarríkjanna sæki.

Stuttu eftir aldamótin ákváðu ráðamenn NATO-ríkjanna að nýta sér stjórnmálaarm bandalagsins til þess að bæta samskiptin við Rússa og settu á laggirnar svokallað NATO – Rússland ráð. Rebecca Pincus leggur til í grein sinni að ráðið verði nú notað til að ræða við Rússa um norðurkautssvæðið.

Rebecca bendir sjálf á að þetta sé þó ekki gallalaus hugmynd. NATO er fjölmennt bandalag 29 ríkja. Mörg þeirra liggja langt frá norðurheimskautssvæðinu og eiga því ekki hagsmuna að gæta þar. Því er óeðlilegt að þau taki þátt í stefnumótun fyrir svæðið. Æskilegt væri finna leið svo aðeins NATO-ríkin með beina hagsmuni á norðurslóðum geti rætt málin við Rússa. Rebecca leggur til að skipaður verði sérstakur vinnuhópur á vegum NATO og ráðsins með Rússum þar sem fjallað yrði um framtíð norðurslóða.

 

 

Skoða einnig

Drónaárás gerð á Moskvu

Ráðist var með drónum á Moskvu, höfuðborg Rússlands, að morgni þriðjudags 30. maí. Svo virðist …