Home / Fréttir / Óvissa um framtíð klukkubreytinga innan ESB

Óvissa um framtíð klukkubreytinga innan ESB

d732904406a9a685872c35e27d5632d064ed0a3ccbce4aa05eee423b81f0c0d2

Lokaákvörðunin er hins vegar innan einstakra ESB-ríkja. Þar verða yfirvöld að ákveða hvort áfram gildi til frambúðar sumar- eða vetrartími.

Þýska stjórnin ætlar ekki að setja klukkumálið á dagskrá leiðtogaráðs ESB fyrir árslok. Mörg brýnni mál bíði afgreiðslu ráðsins. Þjóðverjar eru nú í forsæti ráðherraráðs ESB. Þýska stjórnin hefur auk þess ekki gert upp hug sinn í málinu.

Almennt ræður það sjónarmið innan þýska stjórnarráðsins að æskilegt sé að ríki séu samstiga í málinu þannig að klukkan sé ekki ólík meðal næstu nágranna. Staðan er þó þannig sums staðar við núverandi ástand, til dæmis á landamærum Svíþjóðar og Finnlands.

Nú eru þrjú tímabelti innan ESB. Flest ríkin eru á Mið-Evrópu-beltinu frá Spáni til Póllands. Fyrir austan Pólland eru Eystrasaltsríkin og Finnland á eigin belti og fyrir vestan Spán er Portúgal.

Yrði evrópski sumartíminn varanlegur kæmi sólinn ekki á loft í Vigo á vesturströnd Spánar fyrr en 10.01 að morgni 21. desember og í Brest á Bretagne-skaga Frakklands kl. 10.07.

Yrði vetrartíminn varanlegur myndi dimma fyrr á daginn.

Varanlegur vetrartími þýddi einnig að sólin myndi rísa mjög snemma í austurhluta Evrópu, 21. júní yrði það kl. 03.01 í Bialystok í Póllandi, 03.15 í Varsjá og 03.44 í Berlín.

Mörgum líður illa vegna breytinga á klukkunni. Þýska sjúkratryggingafyrirtækið DAK-Gesundheit segir að könnun á vegum þess sýni að 29% íbúa Þýskalands glími við líkamleg og andleg vandamál eftir að klukkunni er breytt. Þá voru 76% þeirrar skoðunar að það hefði ekki neinn tilgang að breyta klukkunni og ætti að hætta því.

Þegar ESB lét kanna afstöðu fólks á sínum tíma tóku innan við 1% íbúa ESB-landanna þátt í könnuninni eða 4,6 milljón manns þar af þrjár milljónir Þjóðverja.

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …