Home / Fréttir / Óvæntur fundur Moons og Kims

Óvæntur fundur Moons og Kims

 

Kim og Moon faðmast á þessari mynd  af fundi þeirra 26. maí 2018.
Kim og Moon faðmast á þessari mynd af fundi þeirra 26. maí 2018.

Moon Jae-in, forseti S-Kóreu, efndi til óvænts fundar með Kim Jomg-un, einræðisherra í N-Kóreu, laugardaginn 26. maí við landamæri ríkjanna og ræddu þeir saman um hugsanlegan fund Kims með Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Moon og Kim ræddu saman í tvær klukkustundir í landamæraþorpinu Panmunjom. Fyrr í vikunni aflýsti Trump boðuðum fundi sínum með Kim í Singapúr 12. júní. Tilkynnti Trump afstöðu sína í bréfi til Kims en dró síðan í land aftur föstudaginn 25. maí. Sagði Trump þá að ef til vill yrði fundurinn haldinn.

S-Kóreumenn hafa haft milligöngu vegna fundar Trumps og Kims. S-kóresk sendinefnd sagði fyrst frá því eftir fund með Trump í Washington að hann vildi hitta Kim.

Kim og Moon hittust einnig á fundi 27. apríl.

 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …