Home / Fréttir / Ómönnuðum eftirlitsvélum fjölgar í bandaríska flotanum

Ómönnuðum eftirlitsvélum fjölgar í bandaríska flotanum

Ómönnuð eftirlitsvél af gerðinni MQ-4C Triton
Ómönnuð eftirlitsvél af gerðinni MQ-4C.

Sérfræðingar bandaríska flotans í eftirlitsflugi hafa pantað þrjá nýjar, langdrægar, ómannaðar eftirlitsflugvélar af gerðinni MQ-4C Triton sem notaðar eru til að njósna, eftirlits og könnunar á víðáttumiklum haf- og strandsvæðum.

Northrop Grumman Aerospace Systems í San Diego smíða vélarnar og er kaupverðið alls 255.3 milljónir dollara. MQ-4C Triton má halda úti í allt að 24 tíma í hverri lotu í allt að 10 mílna hæð yfir hafsvæði sem spannar allt að 2.000 sjómílum. Um borð í vélunum eru nemar sem skrá sjálfkrafa og skilgreina einstök skip á yfirborði sjávar.

Á vefsíðunni www.militaryaerospace.com segir miðvikudaginn 3. janúar að Triton-vélarnar muni gegna lykilhlutverki í eftirlitskerfi bandaríska flotans á þessari öld. Þær verði notaðar til að fylgjast með herskipum og kafbátum um heim allan. Unnt sé að samnýta Triton og P-8A Poseidon leitarvélarnar sem nú er flogið oftar frá Keflavíkurflugvelli en áður vegna vaxandi umsvifa rússneska kafbátaflotans í nágrenni Íslands.

Triton-vélin er búin afar fullkominni ratsjá sem kallast Multi-Function Active Sensor (MFAS). Með henni má líta til allra átta á stóru hafsvæði og nýta hana í hvaða veðri sem er til að finna, flokka, elta og nafngreina skip og annað sem áhuga vekur. Um borð í vélinni er einnig ratsjá sem fylgist með því sem gerist í lofti. Fyrsta tilraunin með MFAS var gerð í apríl 2015.

Annar hátæknibúnaður um borð í Triton-vélunum gerir kleift að taka lifandi myndir af öllu sem sést úr vélinni og greina rafeindamerki umhverfis hana.

Bandaríski flotinn fékk fyrstu mannlausu vélina af MQ-4C-gerð í nóvember 2017. Alls stefnir flotinn að því að eignast 68 Triton-vélar.

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …