Home / Fréttir / Ólík forgangsröð Frakka og Þjóðverja varðandi Sýrland

Ólík forgangsröð Frakka og Þjóðverja varðandi Sýrland

Urslula van der Leyen
Urslula van der Leyen

 

Varnarmálaráðherrar Þýskalands og Frakklands settu svip á umræðurnar á fyrsta degi hinnar árlegu öryggisráðstefnu í München sem hófst föstudaginn 12. febrúar. Báðir báru þeir lof á samstöðu ríkja sinna, segir fréttaritari þýsku DW­-fréttastofunnar, en lýstu hins vegar ólíkri forgangsröð.

Ráðstefnan hófst daginn eftir að NATO-ríkin urðu við óskum Þjóðverja, Grikkja og Tyrkja um að standa í fyrsta sinn sameiginlega að flotaaðgerð sem miðar að því að koma í veg fyrir mansal og smygl á fólki frá Tyrklandi til grísku eyjanna í Eyjahafi.

Í frétt DW segir að í ræðum sínum hafi varnarmálráðherrar Þýskalands og Frakklands áréttað samstöðu sína og gagnkvæman stuðning en síðan lýst ólíkum viðhorfum varðandi átökin í Sýrlandi og flóttamannavandann.

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, kynnti nýtt átak sem felur í sér að þýskir hermenn, liðsmenn Bundeswehr, munu þjálfa sýrslenska flóttamenn til borgaralegra starfa. Með það fyrir augum að þeir geti snúið aftur til Sýrlands eftir að stríðinu þar lýkur og nýtt þekkingu sína við endurreisn landsins. Þýski herinn hefði þegar hafið tilraun með því að þjálfa menn til rúmlega 100 starfa.

Jean-Yves Le Drian, varnarmálaráðherra Frakklands, talaði á annan veg. Honum var barátta gegn mansali ekki efst í huga. Hann lagði áherslu á að sigrast á Ríki íslams og nýta sem best friðarsamkomulag vegna Sýrlands sem boðað var að kvöldi fimmtudags 11. febrúar að hefði náðst milli stórveldanna og stríðandi fylkinga í Sýrlandi.

Friðarsamkomulagið í Sýrlandi náðist á fundi í München. Franski varnarmálaráðherrann sagði að það héldi ekki nema Rússar hættu að sprengja allt og alla í Sýrlandi. Ráðherrann fór einnig hörðum orðum um Ríki íslams sem hann líkti við „martröð“ og ríkisstjórn Assads forseta sem situr í skjóli Rússa.

Le Drian fór einnig gagnrýnisorðum um Bandaríkjastjórn fyrir hve hún héldi að sér höndum í Sýrlandsstríðinu.

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …