Home / Fréttir / Ókunn herþyrla fer 15 km inn fyrir landamæri Finnlands frá Rússlandi

Ókunn herþyrla fer 15 km inn fyrir landamæri Finnlands frá Rússlandi

Rússnesk herþyrlaþ
Rússnesk herþyrlaþ

Frá því var skýrt í finnskum fjölmiðlum fimmtudaginn 10. desember að ókunn þyrla hefði rofið lofthelgi Finnlands þann sama morgun. Hún hefði komið yfir landamærin frá Rússlandi, finnskum landamæravörðum var ekki svarað þegar þeir reyndu að koma á fjarskiptasambandi við áhöfn þyrlunnar.

Landamæraverði grunar að þyrlan hafi farið ólöglega inn í finnska lofthelgi á flugi yfir hafsvæði Finna undan strönd þeirra og Rússa.

Klukkan var um 10.00 að morgni fimmtudags 10. desember þegar þyrlan flaug yfir Haapasaari-svæðið í austurhluta Finnska flóa. Finnski flugherinn gaf flugmönnum þyrlunnar tvisvar sinnum viðvörun og eftir hina seinni hypjaði þyrlan sig út úr finnskri lögsögu.

Í finnskum fjölmiðlum segir að þyrlan hafi farið um 15 km inn fyrir landamæri Finnlands og verið þar alls í sex mínútur.

Rússneskar hervélar hafa hvað eftir annað brotið gegn finnskri lofthelgi undanfarna 24 mánuði. Hafa ferðir þeirra ýtt undir umræður um nauðsyn þess að Finnar gangi í NATO.

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …