Home / Fréttir / Ódæðisverkið í Nice sundrar Frökkum en sameinar þá ekki eins og fyrri hryðjuverk

Ódæðisverkið í Nice sundrar Frökkum en sameinar þá ekki eins og fyrri hryðjuverk

tributes-large_trans++5yQLQqeH37t50SCyM4-zeBU--41c5Cba04Sh5SZbNZ8

Anne-Élisabeth Moutet er frönsk blaðakona og dálkahöfundur. Sunnudaginn 17. júlí birtist grein eftir hana á vefsíðunni Telegraph.co.uk þar sem hún lýsir áhrifum hryðjuverksins í Nice fimmtudaginn 14. júlí á franskt samfélag. Hún segir það ekki sameina þjóðina heldur sundra henni.

Í greininni segir hún að Frakkar séu stöðugt skammaðir fyrir að hafa „parkerað“ múslimum í úthverfin og komið illa fram við þá. Á sjötta og sjöunda áratugnum hefðu portúgalskir og spænskir innflytjendur þó flutt í félagslegt húsnæði og aðlagast frönsku samfélagi vandræðalaust.

Vissulega hefðu franskir Norður-Afríkumenn flutt með sér erfiðar minningar úr sjálfstæðisstríðinu í Alsír. Hitt væri þó staðreynd að fyrsta kynslóð innflytjenda frá Norður-Afríku hefði átt mun auðveldara en börn hennar og barnabörn að falla inn þjóðlífið.

Öfgahyggja hafi borist í bylgjum til Frakklands eins og til annarra landa. Að baki fyrstu bylgjunni hafi staðið Sádí-arabar með fullar hendur fjár eftir fjórföldun á olíuverði eftir olíukreppuna árið 1974.

Síðan hefði borist fé til að byggja moskur, þeim hafi fylgt imamar til að predika í þeim. Í áranna rás hafi menn síðan deilt um „halal-mat“ í skólamötuneytum, sér tíma fyrir stúlkur í almennings sundlaugum og svo auðvitað um fjölgun stúlkna með höfuðklúta og í búrkum í landi þar sem fólk hafði ekki áður kynnst neinu slíku.

Imamarnir hafi hvergi látið meira að sér kveða en í frönskum fangelsum.

Þótt margir múslimar lagi sig að samfélaginu séu karlar úr hópi múslima fjölmennasti einstaki hópurinn í frönskum fangelsum, rúmlega 60% allra fanga sem gista þau.

Allt aðra sögu sé að segja um konur meðal múslima, þær leggi sig fram í skólum að hluta til að losna undan yfirþyrmandi valdi feðra sinna og bræðra.

Eftirtektarvert sé að næstum allir ráðherrar úr hópi múslima sem vinstri eða hægri flokkar hafi skipað séu konur. Á hinn bóginn hafi misheppnuð viðleitni til að samlaga friðlausa unga karla úr hópi múslima leitt til ofbeldis og þar með blásið nýju lífi í Þjóðfylkingu Le Pen.

Nú hafi Frakkar fests í lífshættulegum hring ótta og ásakana þar sem óánægja hvors hóps um sig þrífist á tilvist hins hópsins.

Í engu héraði Frakklands ríki meiri viðkvæmni vegna skorts á aðlögun en í Provence-Côte d’Azur (þar er Nice). Í héraðskosningum í fyrra hafi engu munað að harðlínukonan Marion, frænka Marine Le Pen (leiðtoga Þjóðfylkingarinnar) hlyti kosningu sem forseti héraðsins í krafti harðrar stefnu gegn útlendingum.

Kjörlendi Þjóðfylkingarinnar er í Nice og héraðshöfuðborginni Marseille og að auki í fjölmörgum litlum bæjum með fjölda íbúa úr hópi múslima í suðaustur hluta Frakklands.

Árásin á þjóðhátíðargestina í Nice hafi því í raun verið mikill happafengur fyrir Daesh þar sem hún ýtti undir kynþáttaspennuna sem sé drifkraftur hryðjuverkasamtakanna.

Í þessu brenglaða samhengi sé ólíklegt að stofnað verði til sameiginlegrar göngu ólíkra trúarhópa í Nice þar sem fólk beri spjöld með áletruninni „Je Suis Fatima“ eins og það var með spjöldin „Je Suis Ahmed“ til að minnast lögreglumanns úr hópi múslima sem var drepinn fyrir framan ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo.

Heiðvirðar fjölskyldur múslima sem eigi ættingja í hópi látinna í Nice muni líta á það sem óverðskuldaða móðgun að ekki komi til samstöðu trúarhópa.

Franskir stjórnmálamenn bregðist nú við á annan hátt en áður vegna hryðjuverka og hugi ekki að skelfingu lostnum kjósendum sínum á sama hátt og áður.

Kosið verði til forseta og þings í Frakklandi á næsta ári og stjórnmálamenn hafi sagt skilið við kröfuna um einhug þjóðarinnar til að hallmæla yfirvöldum fyrir skort á öryggisráðstöfunum.

Þetta mælist illa fyrir meðal þjóðarinnar sem hafi æ meiri skömm á stjórnmálamönnum. Þjóðin sameinaðist eftir árásina á Charlie-Hebdo og á Bataclan-skemmtistaðinn.

Grein sinni lýkur Anne-Élisabeth Moutet á þessum orðum:

„ Mér þykir sorglegt að segja það en sundrandi höggið í Nice kann að vega þungt gegn frelsi, jafnrétti og bræðralagi Frakka.“

 

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …