Home / Fréttir / Nýjar orrustuþotur í Norðurflota Rússa

Nýjar orrustuþotur í Norðurflota Rússa

 

Su-30SM orrustuþota.
Su-30SM orrustuþota.

Rússar endurnýja nú orrustuþotur á Kóla-skaga við austurlandamæri Noregs. Tvær nýjar þotur af gerðinni Su-30SM lentu á Severomorsk-flugvelli föstudaginn 30. desember eftir að þeim hafði verið flogið þangað frá flugvélasmiðjunum í Irkutsk.

Vélarnar bætast í flugflota rússneska Norðurflotans. Þeim er lýst þannig í tilkynningu rússneska hersins:

„Hér er um að ræða einstaklega fjölhæfa vél, hún sameinar getu sprengivélar, árásarvélar og orrustuvélar og með henni má eyða skotmörkum á landi, sjó og í lofti.“

Flugþol nýju vélarinnar er mun meira en forvera hennar og því er unnt að beita Su-30SM á víðtækari hátt en Norðurflotinn hefur getað get áður.

Blaðið Rossiiskaja Gazeta segir að rússneska varnarmálaráðuneytið hafi árið 2012 pantað 116 nýjar flugvélar af þesssari gerð og séu 28 þeirra ætlaður flotanum.

Alls hafa 12 Su-30SM vélar verið afhentar Svartahafsflota Rússa og Eystrasaltsflotinn fékk eina afhenta nú í desember.

Tveir menn eru um borð í vélinni, hún vegur 25 tonn og getur borið 10 tonn af vopnabúnaði.

Heimild: BarentsObserver

Skoða einnig

Sænskir jafnaðarmenn viðurkenna mistök í útlendingamálum

Sænskir jafnaðarmenn hafa látið vinna skýrslu um útlendingamál innan flokks síns þar sem komist er …