Home / Fréttir / Ný útgáfa af stærstu sprengjuflugvél Rússa – send út á Norður-Atlantshaf

Ný útgáfa af stærstu sprengjuflugvél Rússa – send út á Norður-Atlantshaf

Frumeintak af nýju sprengjuþotunni.
Frumeintak af nýju sprengjuþotunni.

„Tupolev Tu-160 „Blackjack“ aftur í fjöldaframleiðslu eftir 25 ára hlé,“ segir á vefsíðunni Allt um flug mánudaginn 20. nóvember. Flugvélar af þessari gerð sáust oft í nágrenni Íslands í kalda stríðinu. Undanfarin ár hafa Rússar fjölgað ferðum sprengjuvéla við lofthelgi NATO-ríkjanna meðal annars á Norður-Atlantshafi.

Í frétt vefsíðunnar Allt um flug segir:

„Rússar hafa lokið við samsetningu á fyrstu prótótýpunni af Tupolev Tu-160M2 sem er endurgerð útgáfa af Tu-160 sprengjuflugvélinni.

Rússar ákváðu ákváðu árið 2015 að hefja aftur smíði á Tu-160 eftir 10 ára hlé en Tupolev Tu-160 er ein stærsta, öflugasta og hraðfleygasta sprengjuflugvél heims og getur hvert eintak borið 12 kjarnorkueldflaugar.

Tupolev Tu-160 kemur með aftursveigða vængi og getur hún náð tvöföldum hljóðhraða með hámarkshraða upp á 1.200 hnúta sem samsvarar 2.220 kílómetra hraða á klukkustund en vélin var seinasta sprengjuflugvélin sem framleidd var áður en Sovétríkin liðu undir lok.

Fyrsta tilraunaflugið er áætlað á næsta ári

Fyrsta eintakið af Tu-160M2 var dregið út úr lokasamsetningu í verksmiðjunum í rússnesku borginni Kazan í seinustu viku og er fyrsta flugið áætlað í febrúar eftir áramót.

Fyrsta Tupolev Tu-160 sprengjuflugvélin kom á markaðinn árið 1987 og voru 33 eintök smíðuð til ársins 1992 en tvær til viðbótar hafa verið smíðaðar eftir það og lauk framleiðslu svo endanlega árið 2007.

Nú, 10 árum síðar, er búið að smíða fyrsta eintakið af nýrri kynnslóð af Tu-160 þotunni og ætla Rússar að hefja fjöldaframleiðslu árið 2023 og er stefnt á að smíða allt að fimmtíu eintök af flugvélinni.

Framleiðslan mun fara fram í Kazan Aviation Factory sem er útibú Tupolev Design Bureau.

Tupolev Tu-160 fékk viðurnefnið „hvíti svanurinn“ í Rússlandi á níunda áratugnum á meðan vélin var þekkt hjá NATO undir nafninu „Blackjack“.

Tu-160M2 mun fá nýja hreyfla af gerðinni Kuznetsov NK-32-02 auk þess sem vélin mun koma með nýjustu tækjum og búnaði í stjórnklefa.

Þá stendur einnig til að uppfæra og endurgera allar þær 16 Tupolev Tu-160 sprengjuflugvélar sem eru enn í umferð í flota rússneska flughersins.

Tupolev Tu-160 getur flogið allt að 12.000 kílómetra án þess að taka eldsneyti en metið var sett er eins slík var í 24 klukkustundir á flugi og flaug þá alls 18 þúsund kílómetra.“

 

 

 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …