Home / Fréttir / Ný skýrsla: Ísland friðsamasta land í heimi

Ný skýrsla: Ísland friðsamasta land í heimi

Picture1

Ofbeldi er nú meira í heiminum en það hefur verið í 25 ár. Þar ræður mestu ástandið í Mið-Austurlöndum. Ísland er sagt friðsamasta land í heimi í nýrri skýrslu 2016 Global Peace Index.

Evrópa er sem fyrr öruggasti heimshlutinn þótt staða álfunnar hafi versnað vegna hryðjuverkanna í París og Brussel.

Ísland er talið friðsamasta land heims í skýrslunni þá Danmörk, Austurríki, Nýja Sjáland og Portúgal.

Bandaríkin eru nr. 103 í röðinni af 163 ríkjum. Japan er í 9. sæti, Þýskaland 16. og Bretland 47. Sýrland er neðst á listanum, þá Suður-Súdan, Írak, Afganistan og Sómalía.

Í skýrslunni 2016 Global Peace Index er tekið mið af 23 atriðum, þar á meðal ofbeldisglæpum, hervæðingu og innflutningi vopna. Ófriður í Mið-Austurlöndum er helsta orsökin fyrir því að ofbeldi eykst á heimsvísu.

Flest ofbeldisverk sem flokkuð eru sem hryðjuverk voru unnin í Sýrlandi, Írak, Nígeríu, Afganistan og Pakistan.

Steve Killelea, stofnandi Institute for Economics and Peace (IEP), sem gefur út skýrsluna, segir að upplausnin í Mið-Austurlöndum dragi athygli frá jákvæðum straumum. Friðsemd hefði aukist í heiminum utan Mið-Austurlanda.

Rúmlega 100.000 manns féllu í átökum árið 2014 miðað við 20.000 árið 2008. Flestir féllu í Sýrlandi, 67.000.

Skoða einnig

Úkraínuher segist hafa grandað rússnesku herskipi við Eystrasalt

Úkraínuher hefur tekist til þess að sökkva eða valda tjóni á 22 rússneskum herskipum á …