Home / Fréttir / Norskar og sænskar orrustuþotur æfa með bandarískum B-1 sprengjuvélum

Norskar og sænskar orrustuþotur æfa með bandarískum B-1 sprengjuvélum

Fjórar norskar F-35 og tvær bandarískar B-1.
Fjórar norskar F-35 og tvær bandarískar B-1. Myndin er tekin af vélunum  yfir Noregi.

Um þessar mundir fara fram æfingar á landi og í lofti við Noreg með þátttöku norskra F-35 orrustuvéla og bandarískra B-1 Lancer sprengjuvéla, segir í tilkynningu norska hersins miðvikudaginn 20. maí. Þá var einnig sagt frá því í sænska blaðinu Dagens Nyheter er að sænskar Gripen orrustuþotur hefðu æft með bandarísku B-1 vélunum í sænskri lofthelgi, hefði þetta verið í fyrsta skipti sem það gerðist.

Þessar tegundir flugvéla gegna enn lykilhlutverki í hernaðarátökum en smátt og smátt hafa langdrægar sprengjuvélar vikið fyrir langdrægum stýriflaugum.

B-1 Lancer vélarnar hafa mikið flugþol. Þær eru sérstaklega hannaðar til árása á skotmörk á landi. Ásamt B-52 Stratafortress vélunum og B-2 Spirit vélunum mynda þær kjarna langdrægs sprengjuflugflota Bandaríkjanna.

Tvær B-1 vélar æfðu að morgni miðvikudags 20. maí með fjórum norskum F-35 vélum í lofthelgi Noregs. Fleiri NATO-ríki senda vélar til þátttöku í æfingunum. Svíar eru ekki í NATO en tóku engu að siður þátt í þessari viðamiklu æfingu.

Annað hvort ár tekur bandaríski flugherinn þátt í sameiginlegri æfingu flugherja Norðmanna, Svía og Finna yfir norðurhluta Skandinavíu skaga.   Æfingin nú var utan þeirrar æfingaáætlunar.

Norðmenn hafa ákveðið að kaupa allt að 52 þotur af F-35 gerð. Vélarnar eru fjölhæfar, þeim má beita á margvíslegan hátt, hverri fyrir sig eða með öðrum. F-35 vélarnar koma í stað F-16 véla.

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …