Home / Fréttir / Norska öryggislögreglan segir Rússa að baki tölvuárás á stórþingið

Norska öryggislögreglan segir Rússa að baki tölvuárás á stórþingið

1200px-pst_emblem

Tölvuárás var gerð á norska stórþingið í ágúst 2020. Norska öryggislögreglan, PST, birti þriðjudaginn 8. desember skýrslu um rannsókn sína á árásinni. PST telur að hópur tölvuþrjóta sem starfar á vegum njósnastofnunar rússneska hersins hafi gert árásina.

Eftir að hafa kannað gögn frá stórþinginu, norsku þjóðaröryggisstofnuninni og leyniþjónustu hersins er það niðurstaða PST að hópur sem er þekktur undir nöfnunum ATP28 og Fancy Bear standi að öllum líkindum að baki árásinni. Í fréttatilkynningu PST segir að hópurinn „tengist GRU [leyniþjónustu hersins] nánar tiltekið 85. miðstöð hennar fyrir sérverkefni (GTsSS)“.

Segir PST að hópurinn hafi notað aðferð sem kennd er við lykilorð (e. brute-force attack). Árásaraðilinn sendir frá sér fjölmörg lykilorð í þeirri von að hann finni að lokum rétta orðið til að brjóta sér leið inn á lokaða síðu og geta þar leitað að enn fleiri aðgangsorðum. Síðan er leitað að viðkvæmum upplýsingum að viðkomandi síðum eða unnið annars konar tjón.

PST segist ekki hafa neinar upplýsingar í höndum sem geti orðið grundvöllur ákæru með vísan til 121. gr. norskra refsilaga um njósnir í leit að ríkisleyndarmálum.

Rússar hafna öllum ásökunum um aðild að tölvuárásinni.

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …