Home / Fréttir / Norska herstjórnin sögð vilja endurskoða afstöðuna til Andøya

Norska herstjórnin sögð vilja endurskoða afstöðuna til Andøya

Norsk P3 Orion vél á Andøya.
Norsk P3 Orion vél á Andøya.

Undir lok árs 2016 var skýrt frá því í Noregi að ákveðið hefði verið að loka herstöð við flugvöll á Andøya í Norður-Noregi. Tilkynningunni var illa tekið af heimamönnum og gagnrýnendur sögðu einnig að loftvarnir  á þessum slóðum minnkuðu. Á Andøya hefur til þessa verið heimavöllur fyrir P-3 Orion kafbátaleitarvélar Norðmanna. Völlurinn gegndi einnig miklu hlutverki fyrir loftvarnir Norðmanna í kalda stríðinu.

Norska stórþingið ákvað að herstöðinninn skyldi lokað þegar Norðmenn fá nýjar kafbátaleitarvélar af gerðinni P8 Poseidon á árunum 2021-2022. Heimavöllur nýju vélanna verður í Evenes sem er nokkru sunnar en Andøya, skammt frá bæjunum Narvik og Harstad. Sérfræðingar stjórnvalda segja að með þessu spari norski herinn 2,9 milljarða norskra króna á 20 ára tímabili.

Miðvikudaginn 9. maí birti Atle Staalesen, blaðamaður vefsíðunnar Barents Observer, frétt um að ef til yrði ekki af lokun stöðvarinnar á

Andøya. Hann vitnaði í gögn sem birtust í norska blaðinu Klassekampen þar sem vitnað er í trúnaðarskjal norska hersins  þar færir herstjórn Noregs fyrir því rök að tryggja verði að á Andøya

sé aðstaða sem Norðmenn og bandamenn þeirra geti nýtt á hættu- og átakatímum. Þar sé um að ræða mikilvæga stöð sem nýtist sé talið nauðsynlegt að grípa til varnaraðgerða á norðurslóðum með liðsauka frá öðrum ríkjum. Flugvellir í Evenes og Bardufoss séu ekki nógu stórir til að gegna því hlutverki.

Breytt afstaða norsku herstjórnarinnar er talin endurspegla breytt hættumat hennar og innan NATO á undanförnum misserum aukinna umsvifa Rússa á þessum slóðum.

 

 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …