Home / Fréttir / Noregur: Þáttaskil í stjórnarmyndunarviðræðum

Noregur: Þáttaskil í stjórnarmyndunarviðræðum

Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins,

Þáttaskil urðu í stjórnarmyndunarviðræðum í Noregi miðvikudaginn 29. september þegar SV, Sósíalíski vinstriflokkurinn, sagðist ekki treysta sér í meirihlutasamstarf með Verkamannaflokknum (AP) og Miðflokknum (SP). Helsta ágreiningsefnið snýr að loftslagsmálum og olíuvinnslu.

Jonas Gahr Støre, leiðtogi AP, stjórnar viðræðunum og sagði hann að þær snerust nú um minnihlutastjórn AP og SP.

Kosið var til norska stórþingsins 13. september og síðan hefur Støre leitt viðræður flokkanna þriggja. Trygve Slagsvold Vedum, formaður SP, sagði að hann ætti von á að ná árangri í samtölum sínum við Støre næstu daga,

Norska ríkisútvarpið, NRK, segir að nú fyrst hefjist stjórnarmyndunarviðræður í alvöru, flokkarnir þrír hafi til þessa verið að kanna hvort þeir gætu stillt saman strengina.

Trygve Slagsvold Vedum lagði í kosningabaráttunni áherslu á að hann vildi aðeins tveggja flokka stjórn AP og SP. Miðflokkurinn jók fylgi sitt verulega í kosningunum.

 

Skoða einnig

Pútin sakar Vestrið um djöfladýrkun – ætlar að verjast af öllu afli

Vladimir Pútin Rússlandsforseti flutti ræðu í Kreml föstudaginn 30. september 2022 þegar hann tilkynnti innlimun …