
Rússinn, Nikolai Korstjunov, formaður Norðurskautsráðsins, gagnrýnir fjölgun norrænna ríkja í NATO. Segir hann að aðild Svía og Finna að bandalaginu kunni að leiða til ákveðinna „aðlagana“ í norðurskautssamstarfinu.
„Augljóst er að við verðum að átta okkur á að breytingar á hernaðarlegri og stjórnmálalegri stöðu ríkja leiðir að sjálfsögðu til ákveðinna aðlagana í framvindu samvinnu á fjarlægum norðlægum gráðum,“ sagði Korstjunov á blaðamannafundi að sögn rússnesku ríkisfréttastofunnar RIA Novosti.
Korstjunov er háttsettur embættismaður í rússneska utanríkisráðuneytinu og gegnir nú seinna árinu af tveimur sem formaður Norðurskautsráðsins. Hlé var gert á starfsemi þess eftir innrás Rússa í Úkraínu vegna andstöðu sjö samstarfsríkja Rússa í ráðinu við hernaðinn. Rússneski formaðurinn situr því aðeins yfir því sem snýr að Rússlandi hann segir unnið eftir formennskuáætlun Rússa.
RIA Novosti hefur eftir Korstjunov að líta verði á NATO-aðildina með það í huga hvort hún auki traust milli ríkjanna á norðurslóðum. Nú eru þau öll nema Rússar í NATO eða á leið inn í bandalagið.
Norðmenn taka við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir eitt ár.
Heimild: BarentsObserver