Home / Fréttir / Norður-Makedónía orðin 30. NATO-ríkið

Norður-Makedónía orðin 30. NATO-ríkið

200327-north-macedonia-nato1

Norður-Makedónía varð 30. aðildarríki NATO föstudaginn 27. mars 2020 þegar fulltrúi landsins lagði fullgilt skjal um aðild þess að Norður-Atlantshafssáttmálanum fram í bandaríska utanríkisráðuneytinu, gæsluaðila sáttmálans sem var ritað undir þar 4. apríl 1949.

Ritað var undir aðild Norður-Makedóníu að NATO í febrúar 2019. Síðan hefur sú undirritun verið fullgilt af öllum 29 þjóðþingum aðildarlandanna.

Í tilefni af aðild Norður-Makedóníu sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í Brussel föstudaginn 27. febrúar: „Norður-Makedónía er nú hluti NATO-fjölskyldunnar, þrjátíu þjóða fjölskyldu sem nær til nærri eins milljarðs manna. Fjölskyldu sem stendur á þeim grunni að hún sé öflugri og öruggari sameinuð sama hver áskorunin er.“

Mánudaginn 30. mars verður fáni Norður-Makedóníu dreginn að húni við höfuðstöðvar NATO í Brussel og einnig við byggingar herstjórna bandalagsins í Mons í Belgíu og Norfolk í Bandaríkjunum.

 

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …