Home / Fréttir / Norður-Kóreustjórn segir kjarnorkustríð geta hafist á hverri stundu

Norður-Kóreustjórn segir kjarnorkustríð geta hafist á hverri stundu

Kim Jong-un, harðstjóri N-Kóreu.
Kim Jong-un, harðstjóri N-Kóreu.

Starfandi sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ), Kim in Ryong, hefur varað við því á vettvangi SÞ að til kjarnorkustríðs kunni að koma.

Sendiherrann sagði mánudaginn 16. október í afvopnunarnefnd SÞ að ástandið í Norður-Kóreu væri „komið á mjög hættulegt stig og kjarnorkustríð gæti hafist á hverri stundu“. Hann sagði einnig: „Ekkert annað land í veröldinni hefur jafn lengi mátt þola svo öfgakennda og beina kjarnorkuhótun frá Bandaríkjunum.“

Sendiherrann sagði að stjórn Norður-Kóreu styddi viðleitni SÞ til að útrýma kjarnorkuvopnum. Vegna hótunarinnar sem nú beindist að Norður-Kóreu frá Bandaríkjamönnum gætu Norður-Kóreumenn hins vegar ekki skrifað undir samninginn um bann við kjarnorkuvopnum. Kim In Ryong hótaði síðan Bandaríkjamönnum með þeim orðum að þeir gætu vænst gagnaðgerða ef þeir þrengdu enn frekar hernaðarlegt svigrúm Norður-Kóreumanna.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni sunnudaginn 15. október að Bandaríkjastjórn vildi reyna að leysa ágreining við Norður-Kóreumenn vegna kjarnorku- og eldflaugatilrauna þeirra með samkomulagi. „Við munum leitast við að ná slíku samkomulagi með viðræðum þar til fyrsta sprengjan springur,“ sagði Tillerson.

Skoða einnig

Zelenskíj segir Bakhmut ekki á valdi Rússa

  Volodymyr Zelenskíj Úkraínuforseti sagði síðdegis sunnudaginn 21. maí að hermenn Rússneska sambandsríkisins hefðu ekki …