Home / Fréttir / Norður-Kóreumenn sagðir að baki tölvuárásar um heim allan í maí 2017

Norður-Kóreumenn sagðir að baki tölvuárásar um heim allan í maí 2017

ok-hacking-2

Bresk yfirvöld sögðu föstudaginn 27. október að Norður-Kóreumenn bæru ábyrgð á tölvuvírusnum WannaCry sem fór um heim allan í maí 2017. Um var að ræða gíslatökuvírus sem læsti tölvum og krafist var greiðslu fyrir að opna þær að nýju.

Ásakanirnar í garð Norður-Kóreumanna eru birtar samtímis því sem upplýst er að starfsemi þriðjungs sjúkrahúsa á Englandi varð fyrir truflunum vegna árásarinnar. Henni mátti verjast með því að hafa grunntölvuvarnir í lagi.

„Við teljum næsta öruggt að um var að ræða árás frá erlendu ríki,“ sagði Ben Wallace, aðstoðarráðherra á sviði öryggismála, við BBC útvarpsstöðina. „Norður-Kórea er ríkið sem við teljum að eigi hlut að þessari árás sem náði til alls heimsins.“ Hann segir að um þetta séu bresk stjórnvöld eins viss og verða megi.

Með WannaCry-árasinni tókst að eitra meira en 300.000 tölvur í 150 löndum. Árásin olli skaða inna breska heilbrigðiskerfisins og í spænskum símakerfum. Þá urðu fyrirtæki einnig fyrir barðinu á henni, þar á meðal flutningafyrirtækið FedEx.

Vegna árásarinnar varð að fella niður allt að 20.000 aðgerðir, viðtöl eða vitjanir lækna í Bretlandi.

Tölvur í 81 sjúkrahúsi víðsvegar um England urðu fyrir árásinni, en alls eru þau 236. Meira en 600 starfandi læknar lentu einnig í vandræðum með tölvur sínar.

Sérfæðingar segja að gera meiri mun flóknari árásir í netheimi en með WannaCry sem auðvelt sé að verjast sé hugað að grunnöryggi tölvukerfa.

Í bresku skýrslunni segir að skort hafi viðvaranir um öryggisráðstafanir vegna árásarinnar.

Marcus Hutchins, 23 ára Bandaríkjamaður, hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera sá sem fann leið til að hefta útbreiðslu WannaCry vírusins. Hann sætti síðar ákæru fyrir að hafa sjálfur reynt að hagnast á að nota tölvuvírus.

Europol, Evrópulögreglan, sagði maí 2017 að hún teldi þetta víðtækustu árás með gíslatökuforriti til þessa. Lloyd tryggingarfélagið telur að kostnaður vegna árásarinnar hafi numið um átta milljörðum dollara þegar litið sé til heimsins alls.

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …