Home / Fréttir / Norður-Kóreumenn halda áfram eldflauasmíði

Norður-Kóreumenn halda áfram eldflauasmíði

Eldflaugasmiðja í N-Kóreu.
Eldflaugasmiðja í N-Kóreu.

Bandarískar njósnastofnanir sjá merki þess að Norður-Kóreumenn smíði nú nýjat eldflaugar í sömu smiðju og notuð var til að smíða fyrstu langdrægu flaugarnar sem nota má til árása á Bandaríkin. The Washington Post (WP) hafði þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum í tengslum við stofnanirnar mánudaginn 30. júlí.

Við mat sitt á þessu studdust bandarískir sérfræðingar við gervihnattamyndir sem teknar hafa verið á undanförnum vikum. Þær sýna að unnið er að smíði að minnsta kosti einnar ef ekki tveggja ICBM-flauga (langdrægra flauga) í stóru rannsókna- og smíðaveri í Sanumfong, rétt utan við höfuðborgina Pyongyang.

Af þessum upplýsingum verður ekki ályktað að Norður-Kóreumenn séu auka getu sína á þessu sviði hins vegar sýna þær að ekki hefur verið hætt gerð þessara vopna í landi þeirra þótt nokkrar vikur séu liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter: „ekki stafar lengur kjarnorkuógn“ af Norður-Kóreumönnum.

Fyrir liggur að Norður-Kóreumenn halda áfram að framleiða kjarnakleyf efni. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti þetta fyrir þingnefnd í fyrri viku. Hann sagði ekkert um eldflaugasmíði þeirra.

WP segir að embættismenn Norður-Kóreu hafi rætt um að þeir ætluðu að blekkja bandarísk yfirvöld með röngum tölum um fjölda kjarnaodda sinna og fjölda eldflauga sinna. Þá ætla þeir einnig að blekkja alþjóðlega eftirlitsmenn með því að segja ekki frá öllum rannsókna- og þróunarstöðvum sínum. Þetta er vitneskja sem bandaríska leyniþjónustan hefur aflað.

Norður-Kóreumenn „samþykktu aldrei að hætta við kjarnorkuáætlun sína“ segir Ken Gause, sérfræðingur í málefnum N-Kóreu við Center for Naval Analysis í Bandaríkjunum. Það sé heimskulegt að ætla að þeir geri það við upphaf viðræðna við Bandaríkjamenn.

Hann segir að meginmarkmið Kims un-Jongs sé að tryggja sér, stjórn sinni og fjölskyldu áfram völd í Norður-Kóreu. Að mati valdahópsins séu kjarnorkuvopnin það sem fæli Bandaríkjamenn frá því að reyna að bola stjórninni og fjölskyldunni frá völdum. Með því að gefa frá sér kjarnorkuvopnin grafi stjórnin í Norður-Kóreu í raun undan sjálfri sér.

 

Skoða einnig

Rússar ráðast á barnaspítala í Kyiv

Rússar gerðu flugskeytaárás á helsta barnaspítalann í Kyiv mánudaginn 8. júlí. Að minnsta kosti 22 …