
Varnarmálaráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur rituðu föstudaginn 24. september undir samning sem styrkir varnarsamstarf ríkjanna þriggja og auðveldar sameiginlegar aðgerðir á suðurhluta Skaninavíuskaga.
Fulltrúar varnarmálaráðuneyta landanna og herstjórna taka sæti í stýrihópi sem vinnur að framkvæmd samningsins.
Við undirritun samningsins sagði Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs, að alvarlegt hættuástand í öryggismálum á Norðurlöndunum mundi snerta löndin öll. Stjórnvöld landanna yrðu að búa sig undir að starfa saman bæði á tímum friðar og á hættustund. Samhæfing aðgerðaáætlana væri mikilvægt skref til aukins samstarfs. Með samningnum væri stigið skref í þessa átt með auknu samstarfi Norðmanna, Svía og Dana. Búið væri í haginn fyrir skjót sameiginleg viðbrögð og náið, árangursríkt samstarf.
Ráðherrann segir að nýi samningurinn sé sambærilegur samningi sem Norðmenn, Svíar og Finnar gerðu í fyrra um varnir á norðurhluta Skandinaviuskaga.
Frank Bakke-Jensen segir að norræna varnarsamstarfið sé mikilvægt framlag til að styrkja varnir NATO-ríkjanna. NORDEFCO, norræna varnarsamstarfinu, var mótuð ný stefna árið 2018. Markmið samstarfsins er efla samstöðu landanna í varnarmálum á tímum friðar, hættu og átaka.