Home / Fréttir / Norðmenn panta 5 P-8A Poseidon kafbátaleitarvélar

Norðmenn panta 5 P-8A Poseidon kafbátaleitarvélar

P-8A Poseidon-vélar
P-8A Poseidon-vélar

Norðmenn hyggjast panta fimm Boeing Co P-8A Poseidon kafbátaleitarvélar til að fullnægja kröfum um aukið eftirlit á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Ine Eriksen Sörede varnarmálaráðherra tilkynnti þetta föstudaginn 25. nóvember.

„Vegna breyttra aðstæðna í öryggismálum er nauðsynlegt að herða eftirlit með þróuninni í nágrenni okkar. Við verðum þess vegna að auka getu okkar til að takast á við núverandi og framtíðarverkefni,“ sagði ráðherrann.

Í yfirlýsingu varnamálaráðuneytisins sagði að það væri óhjákvæmilegt fyrir Norðmenn að eignast Poseidon-flugvélar til að halda forystu sinni og þekkingu við eftirlit á norðurslóðum.

Nýju kafbátaleitarvélarnar koma í stað sex P-3 Orion flugvéla og þriggja DA-20 Falcon-þotna og er stefnt að því að þær verði teknar í notkun á árunum 2021 og 2022.

Skoða einnig

Spenna í Íran á eins ár minningardegi Amini sem lögregla myrti vegna skorts á höfuðslæðu

Íranir heima og erlendis minnast þess laugardaginn 16. september að eitt ár er liðið frá …