Home / Fréttir / Norðmenn og Svíar í EI2 öryggissamstarfið

Norðmenn og Svíar í EI2 öryggissamstarfið

 

Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs
Frank Bakke-Jensen, varnarmálaráðherra Noregs

Norðmenn urðu föstudaginn 20. september aðilar að evrópsku samstarfi um viðbrögð á hættustund e. European Intervention Initiative (EI2) – evrópska íhlutunar frumkvæðinu – sem Frakkar áttu frumkvæði að í fyrra. Um er að ræða samstarf í því skyni að efla sameiginlegan viðbúnað til aðgerða á hættustund.

Norðmenn standa utan ESB sem EES/EFTA-ríkin en Svíar sem eru í ESB gerðust einnig aðilar að varnarsamstarfinu 20. september og eru þá þátttökuríkin orðin 12.

„Samstarfið felst í því að safna og deila upplýsingum til að verða betur í stakk búinn til að takast á við hugsanlegt hættuástand. Okkur er mikilvægt að eiga aðild að slíku frumkvæði við mat á hættuástandi og viðbrögðum við því,“ sagði Frank-Bakke Jensen, varnarmálaráðherra Noregs, við norsku fréttastofuna NTB þegar hann hélt til Hilversum í Hollandi þar sem aðild Norðmanna var staðfest.

Samstarfið, sem kynnt er undir skammstöfuninni EI2, er skilgreint sem óskuldbindandi og hvert einstakt aðildarríki ákveður hvort það tekur þátt í aðgerðum. Það kemur ekki í stað NATO sem verður áfram hornsteinn sameiginlegra varna Evrópu segir norski ráðherrann.

Bakke-Jensen segir að á Norðurlöndunum hafi stjórnvöld þegar viðurkennt að hættuástand í einu landi snerti einnig hin löndin. Nú sé sama viðurkennt á evrópskum vettvangi. Þá kunni hættuástand utan álfunnar einnig snert Evrópulönd. Það sé mikilvægt að stilla saman strengi til að grípa megi til samhæfðra aðgerða sé þeirra talin þörf.

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …