Home / Fréttir / Norðmenn með augun á Rússum og Kínverjum

Norðmenn með augun á Rússum og Kínverjum

Morten Haga Lunde kynnir Fokus 2020.
Morten Haga Lunde kynnir Fokus 2020.

Á hverju ári birta helstu öryggisstofnanir Noregs skýrslur með hættumati. Þetta ert norsku öryggislögreglan (n. Politiets sikkerhetstjeneste (PST)), þjóðaröryggisstofnun Noregs (n. Nasjonal sikkerhetsmyndighet (NSM)) og almannavarnastofnunin (n. Direktoratet for samfunnssikkerhet og beredskap (DSB)).  Leyniþjónusta norska hersins (n. Etterretningstjenesten (E-tjenesten)) greinir einnig og metur hættur.  Niðurstöður sem teljast ekki háleynilegar tekur leyniþjónustaneru saman í skýrsluna Fokus.  Morten Haga Lunde, yfirmaður leyniþjónustu hersins nýjustu skýrsluna þ.e. Fokus 2020 mánudaginn 10. febrúar 2020.

Í High North News frá norðurslóðasetri Nord háskólans í Noregi er sagt frá skýrslu leyniþjónustunnar.

Þar segir að á blaðamannafundi hafi Lunde nefnt að tvö ríki, Rússland og Kína, ógni helst þjóðaröryggi Noregs.  Stjórnvöld ríkjanna líti svo á að þau eigi í baráttu við Bandaríkin og ýmis önnur ríki á Vesturlöndum. Ekki séu líkur á að viðhorf ríkjanna breytist í bráð enda herði einræðisstjórnir í þeim báðum sífellt tökin á eigin samfélögum.

Lunde gat sérstaklega um flotaæfingu Rússa árið 2019 Sæskjöldinn (e. Ocean Shield).  Stærstu flotaæfingu Rússar í þrjátíu ár. Henni hefði greinilega verið beint gegn Vesturlöndum. Lunde vék einnig að hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum.  Sérstaklega á Barentshafi, svæði nálægt Svalbarða, Franz Jóseps Landi og Nýju Síberíu eyjum.  Kólaskaginn gegnir enn lykilhlutverki í hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum.  Vopnin Rússa á svæðinu eru fjölbreytt, kafbátar, landher, herskip og herflugvélar. Norðmenn mættu líka búast við því að ný og fullkomin vopnakerfi yrðu sett upp í nágrenni landsins.

Áhyggjur leyniþjónustunnar af Kínverjum eru af öðrum toga.  Þær snúast einkum um getu þeirra á stafræna sviðinu, hún auðveldar þeim njósnir í öðrum ríkjum.  Styrk Kínverja í netheimum má m.a. sjá af hversu framarlega þeir eru í 5G háhraðatækni.  Kínverjar nota stafræna silkileið til þess að ná fótfestu innan upplýsingatækni á Vesturlöndum. Kínverjar vona að stafræna silkileiðin nái til Noregs í framtíðinni.

Leyniþjónustan bendir á að samstarf Rússa og Kínverja sé að aukast.  Kínverjar sýni norðurslóðum sífellt meiri áhuga og viðskipta- og hernaðartengsl ríkjanna tveggja eru sterk.  Leiðtogar ríkjanna, Vladimir Pútin Rússlandsforseti og Xi Jinping forseti Kína nái vel saman, og ef deilur Rússa við Vesturlönd harðni muni þeir þeir án efa snúa sér meira til Kína.

Vitnað er í varnarmálaráðherra Noregs, Frans Bakke-Jensen, í lok greinarinnar í High North News. Hann segir að ekki sé nóg að stjórnvöld og hernaðaryfirvöld í Noregi velti fyrir sér vaxandi öryggisleysi, norskur almenningur og atvinnulífið yrði að átta sig á ríkri nauðsyn þess  að verja núverandi stjórnarhætti og þjóðfélagsskipan.

 

Höfundur:

Kristinn Valdimarsson

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …