Home / Fréttir / Norðmenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðarumsvifum Rússa

Norðmenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðarumsvifum Rússa

 

Myndin er tekin í St.Pétursborg sumarið 2017 þegar þar var efnt til flotasýningar.
Myndin er tekin í St.Pétursborg sumarið 2017 þegar þar var efnt til flotasýningar.

Rússar hafa aukið flotaumsvif sín í nágrenni við Noregi og hernaðarmáttur þeirra er vaxandi áhyggjuefni, sagði yfirmaður norska flotans við Reuters-fréttastofuna fimmtudaginn 24. maí.

Norðmenn eiga land að Rússlandi á norðurslóðum og Rússar eiga mikið undir því að eiga greiða og opna leið að úthöfunum.

Andreas Stensönes, yfirmaður norska flotans, sagði í samtalinu að Rússar hefðu lögmætan rétt til að athafna sig á alþjóðlegum hafsvæðum.

„Við höfum áhyggjur af auknum umsvifum og aukinni getu því að kann að verða nýtt þeim til hagsbóta og okkur í óhag,“ sagði hann í samtali í tengslum við ráðstefnu við Royal United Services Institute (RUSI) í London.

Ine Eriksen Söreide, utanríkisráðherra Noregs, sagði við Reuters í apríl 2018 að Norðmenn hefðu áhyggjur af því hvernig almennt samfélag Rússa þróaðist hernaðarlega þótt stríðshættan á norðurslóðum væri „lítil“.

„Í fyrra var efnt til sýninga á getu þeirra til að ráðast á mikilvæg skotmörk í Noregi,“ sagði Stensönes. „Þeir sýndu greinilega að þeir ráða yfir getunni í lofti, á sjó og af landi – það er ekki traustvekjandi.“

Morten Haga Lunde, hershöfðingi, yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, sagði í ræðu í mars að rússneskum sprengjuvélum hefði í fyrra verið flogið ögrandi í áttina að norska heimskautabæjarins í Vardö og njósnastöðvum Norðmanna þar.

Í fyrra sagði einn af æðstu herforingjum NATO að flotaumsvif Rússa í nágrenni Evrópu væri meiri en í kalda stríðinu þótt flotastyrkur Rússa sé minni nú en þá.

Stensönes sagði að Norðmenn treystu á „virkt alþjóðakerfi reist á lögum“. Hann sagði Norðmenn eiga góða samvinnu við Rússa á sviði landhelgisgæslu, leitar og björgunar. Til þessa hefðu Rússar farið að alþjóðalögum.

Í fyrra lentu farþegavélar í norðaustur hluta Noregs við landamæri Rússlands að rofið var GPS-samband þeirra á sama tíma og Rússar efndu til heræfinga.

Stensönes sagði: „Við verðum varir við rof á GPS í norðaustri og það hefur einkum haft áhrif á almennt farþegaflug. Ég get ekki fullyrt að þessu hafi beint gegn okkur af ásetningi. Við höfum hins vegar orðið varir við truflarnir á GPS.“

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …