Home / Fréttir / Norðmenn fá fyrstu P-8 eftirlits- og kafbátaleitarvélina

Norðmenn fá fyrstu P-8 eftirlits- og kafbátaleitarvélina

Frá afhendingu P-8-vélarinnar í Seattle

Norsk stjórnvöld tóku á móti fyrstu Boeing P-8 eftirlits- og kafbátaleitarþotunni fimmtudaginn 18. nóvember við hátíðlega athöfn við höfuðstöðvar Boeing-flugvélasmiðjanna í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna.,

Norðmenn hafa fest kaup á fimm vélum af þessari gerð, fullkomnustu kafbátarleitarvélum NATO-ríkjanna. Vélarnar koma í stað Lockheed Martin Corp P-3 Orion skrúfuvéla og tveggja Dassault Aviation DA-20 Falcon-þotna.

Odd-Harald Hagen, hershöfðingi og hermálafulltrúi Norðmanna, sagði við athöfnina að harðari framganga Rússa á norðurslóðum og á Atlantshafi væri aftur hafin samkeppni í flotamálum eins og á öðrum hernaðarlegum sviðum.

Norðmenn áforma að verja allt að 11 milljörðum norskra króna (162 milljörðum ísl. kr.) til kaupa á P-8-vélunum með búnaði þeirra. Þeim verður haldið úti frá Evenes-flugvelli skammt frá Narvík í Norður-Noregi.

Í grunninn eru P-8-þoturnar reistar á Boeing 737-800. næstu kynslóð farþegavéla. Smíðar Boeing eina vél af þessari gerð á mánuði. Ný-Sjálendingar, Suður-Kóreumenn og Þjóðverjar hafa fest kaup á P-8-þotum til eftirlits- og kafbátaleitar.

Norðmenn fá allar vélar sínar á árinu 2022.

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …