
Norska herstjórnin ákvað miðvikudaginn 11. mars í samráði við heilbrigðisyfirvöld Noregs að hætta við heræfinguna Cold Response, viðamestu heræfingu ársins í Noregi. Hún hófst 2. mars og átti að standa til 18. mars.
Rune Jakobsen, hershöfðingi og yfirmaður sameiginlegu norsku herstjórnarinnar, að útiloka yrði að hermenn yrðu til þess að auka smithættu í Noregi auk þess sem nýta mætti krafta hermanna til að aðstoða yfirvöld við að halda kórónavírusnum í skefjum.
Læknar sem bundnir eru við störf í hernum vegna æfingarinnar geta nú snúið aftur til sjúkrahúsa sinna eða annarra heilbrigðisstofnana þar sem þeirra er vaxandi þörf vegna meiri útbreiðslu veirunnar dag eftir dag.
Sunnudaginn 6. mars ákvað finnska herstjórnin að senda ekki um 400 hermenn úr finnska viðbragðsliðinu til þátttöku í Cold Response. Bar hún fyrir sig hættuna af útbreiðslu kórónaveirunnar.
Fimmtudaginn í fyrri viku voru 850 hermenn settir í sóttkví í Skjold-herstöðinni í Troms-héraði. Síðar kom í ljós að enginn þeirra reyndist smitaður.