Home / Fréttir / Njósnahæðin Teufelsberg friðlýst í Berlín

Njósnahæðin Teufelsberg friðlýst í Berlín

Frá Teufelsberg í Berlín.
Frá Teufelsberg í Berlín.

Fyrrverandi njósnastöð Vesturveldanna í Berlín í kalda stríðinu hefur verið friðlýst af borgaryfirvöldum. Hér er um að ræða Terufelsberg-stöðina á hæð sem varð til þegar leifum af rústum úr seinni heimsstyrjöldinni var safnað á einn stað í norðurjaðri Grünewald, skógar í vesturhluta Berlínar. Bandamenn notuðu stöðina til að hlera fjarskipti í austurhluta Evrópu.

Þegar menningarborgarstjóri Berlínar, Klaus Lederer, kynnti ákvörðunina um að turnar njósnastöðvarinnar og hæðin hefðu verið friðlýst sem sögulegar minjar sagði hann þetta „einstakt, margþætt sögulegt minnismerki um 20. öldina“.

Hæðin Teufelsberg (Djöflahæð) nær 120 m yfir sjávarmál og sagði Lederer að í henni væri að finna leifar af eyðingarstefnu einræðis nazista, af endurreisninni eftir stríðið við þá og tákn um kalda stríðið. Ætlunin er að vernda svæðið eins og það er núna.

Á árinu 1972 var hætt að flytja mannvirkjaleifar á þetta svæði. Eftir það var lögð áhersla á skógrækt á hæðinni.

Bretar og Bandaríkjamenn settu upp hlerunarstöðvar á Teufelsberg í kalda stríðinu. Inni í hvítum kúlum voru gervihnattadiskar sem námu símtöl og önnur fjarskipti langt í austur frá Berlín.

Vegna ágreinings um hvort varðveita ætti maennvirkin á hæðinni hafa þau drabbast niður undanfarin ár. Veggakrotarar létu mjög að sér kveða þarna. Unnt var að fara í skoðunarferðir upp á palla njósnaturnanna en þeim var lokað sl. vor í öryggisskyni. Þaðan er einstakt útsýni yfir Berlín. Í nágrenni hæðarinnar er Teufelsee.

 

 

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …