Home / Fréttir / Njáll Trausti Friðbertsson nýr formaður Varðbergs

Njáll Trausti Friðbertsson nýr formaður Varðbergs

Njáll Trausti Friðbertsson, nýr formaður Varðbergs.

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Norðausturkjördæmi, var kjörinn formaður Varðbergs á fjar-aðalfundi fimmtudaginn 28. janúar 2021. Aðrir í stjórn félagsins til næstu tveggja ára eru:

Davíð Stefánsson,

Gustav Pétursson,

Karítas Ríkharðsdóttir,

Kjartan Gunnarsson,

Magnús Örn Gunnarsson,

Sóley Kaldal.

Björn Bjarnason, fráfarandi formaður, flutti skýrslu stjórnar og sagði:

Aðalfund Varðbergs ber að halda á tveggja ára fresti. Síðast var fundurinn haldinn 24. janúar 2019.

Þá voru kjörin í stjórnina:

Björn Bjarnason, formaður.

Auður Sturludóttir, meistaranemi í frönsku.

Gustav Pétursson, alþjóðastjórnmálafræðingur.

Kjartan Gunnarsson, lögfræðingur.

Kristinn Valdimarsson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.

Magnús Örn Gunnarsson, svæðisstjóri frjálslyndra stúdenta í N-Evrópu.

Sóley Kaldal, áhættustjórnunar- og öryggisverkfræðingur.

Í september 2020 sagði Auður sig úr stjórninni vegna anna.

Starfið var töluvert á árinu 2019 og fram í febrúar 2020 þegar COVID-19-farsóttin batt enda á alla fundi og fyrirlestra á vegum félagsins.

Hér geri ég grein fyrir fundum sem félagið hélt eða stóð að með öðrum:

Í tilefni af 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins var fimmtudaginn 4. apríl 2019 var efnt til sérstaks hátíðarfundar í Veröld, húsi Vigdísar, við Suðurgötu.

Ávörp fluttu Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins,

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður, varaformaður Íslandsdeildar NATO-þingsins ,

Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins.

Breski íhaldsþingmaðurinn James Gray talaði á hádegisfundi félagsins í Norræna húsinu 9. maí 2019 um Bretland, Brexit, NATO og Norður-Atlantshaf

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var gestur Varðbergs, Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins á síðdegisfundi í Norræna húsinu 11. júní 2019 og ræddi um NATO og Ísland í 70 ár – öfluga samvinnu á óvissutímum.

Dr. Rasmus Dahlberg, sérfræðingur við Háskóla danska hersins (Forsvarsakademiet), lýsti stefnu danskra stjórnvalda á norðurslóðum og Græn landi á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu 3. október 2019

Sir Stuart Peach flugmarskálkur og formaður hermálanefndar NATO var  ræðumaður á hádegisfundi í Norræna húsinu 11. nóvember  2019 og ræddi strategískar áskoranir NATO á norðurslóðum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra  ræddi nýjar ógnir í öryggismálum  á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu  21. nóvember 2019.

Eftir þessa sex fundi á árinu 2019 tókst að halda einn á árinu 2020 en bandaríski flota- og herfræðingurinn Magnus Nordenman ræddi um nýju orrustuna um Norður-Atlantshaf á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu 27. febrúar 2020.

Fleiri fundir höfðu verið skipulagðir í fyrra en frá þeim var horfið vegna farsóttarinnar.

Frá efni allra fyrrgreindra funda er skýrt á vefsíðunni vardberg.is og þar er einnig að finna safn myndbanda frá fundunum. Eru þau eins og annað efni á síðunni ómetanleg heimild um framvindu öryggismála í okkar heimshluta undanfarin ár auk þess sem á vefsíðunni er að finna margvíslegt annað efni tengt utanríkis- og öryggismálum.

Kristinn Valdimarsson, gjaldkeri Varðbergs, hefur borið veg og vanda af gerð myndefnisins frá fundunum og þakka ég honum alúð hans við það verk.

Við Kristinn, Magnús Örn Gunnarsson, stjórnarmaður Varðbergs, og ég fórum í boði bandarískra stjórnvalda til Washingon í byrjun febrúar. Jeffrey Ross Gunter, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, skipulagði þriggja daga ferð með heimsóknum í þjóðaröryggisráðið, utanríkisráðuneytið, varnarmálaráðuneytið og báðar þingdeildir. Var hún okkur öllum mjög fróðleg og sérstaklega gagnleg fyrir mig við gerð norrænnar skýrslu um utanríkis- og öryggismál.

Magnús Örn hafði frumkvæði að því að koma á fót samstarfshópi með ungu fólki. Starf hans var að hefjast þegar veiran setti strik í reikninginn snemma árs. Stjórn Varðbergs fagnaði þessu framtaki Magnúsar Arnar og vonandi verður framhald á því þegar aðstæður breytast.

Ég hef þessa skýrslu ekki lengri en vil í lok hennar þakka samstarfsfólki mínu í stjórn ánægjulegt samstarf. Við tölum mest saman á netinu enda er starfsemi Varðbergs nær eingöngu þar fyrir utan fundarhöld og fyrirlestra þar sem félagið hefur enga aðstöðu  eða starfsmann.

Birni Bjarnasyni var þökkuð þátttaka og forysta í störfum Varðbergs í marga áratugi og fyrir ómetanlegt framlag til umræðna um íslensk utanríkis- og varnarmá.

 

Skoða einnig

Úkraínuher segist hafa grandað rússnesku herskipi við Eystrasalt

Úkraínuher hefur tekist til þess að sökkva eða valda tjóni á 22 rússneskum herskipum á …