Home / Fréttir / Navalníj fer stig af stigi úr hungurverkfalli

Navalníj fer stig af stigi úr hungurverkfalli

 

Alexei Navalníj
Alexei Navalníj

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalníj tilkynnti föstudaginn 23. apríl að hann ætlaði skref fyrir skref að hætta hungurverkfalli sem hann hóf 31. mars í fangavist sinni til að knýja á um að hann fengi viðunandi læknisþjónustu vegna verkja í fótleggjum og baki.

Í færslu á Instagram krafðist Navalníj þess enn og aftur að hann fengi sjálfur að ráða hvaða læknir sinnti sér, hann sagði að tilfinning sín í handleggjum og fótleggjum hyrfi smátt og smátt.

Í færslunni kom þó einnig fram að tvisvar hefðu borgaralegir læknar skoðað hann. Það mundi taka hann 24 daga að ljúka hungurverkfallinu stig af stigi og hann þakkaði „öllu því góða fólki“ í Rússlandi og um heim allan sem hefði stutt sig.

„Þakka ykkur – nú hef ég tvisvar verið skoðaður af hópi borgaralegra lækna. Seinna skiptið var rétt á undan fjöldafundunum [miðvikudaginn 21. apríl]. Þeir taka sýni og skoða þau og ætla að segja mér hver niðurstöðurnar eru,“ skrifaði Navalníj.

„Ég fell ekki frá tilmælum mínum um að nauðsynlegum lækni verði leyft að skoða mig – ég er að missa tilfinninguna í handleggjum mínum og fótum og ég vil skilja hvað það þýðir og hvernig á að taka á því, miðað við það hvernig allt hefur þróast og allar aðstæður, byrja ég nú að kveðja hungurverkfallið.“

 

Skoða einnig

Úkraína hefur aldrei staðið nær NATO

Tveggja daga fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk í Brussel miðvikudaginn 29. nóvember. Þar var fjallað um …