Home / Fréttir / NATO-þingmenn vilja herða að Rússum virði þeir ekki frið í Úkraínu

NATO-þingmenn vilja herða að Rússum virði þeir ekki frið í Úkraínu

Rússl þvinganir

 

NATO-þingið vill að hugað sé að frekari efnahagsþvingunum gegn Rússum virði þeir ekki vopnahléið í Úkraínu, Þinginu lauk í Stavanger í Noregi mánudaginn 12. október og sagði í ályktun sem efnahags- og öryggismálanefnd þess kynnti laugardaginn 10. október að NATO-ríkin ættu að búa sig undir „herða þvinganirnar fullnægi Rússar ekki skyldum sínum“.

Í ályktunartillögu nefndarinnar segir einnig að viðhalda beri þvingununum eins lengi og Rússar láti undir höfuð leggjast að framkvæma að fullu Minsk-samkomulagið frá febrúar 2015 um frið í Úkraínu.

Þá eru NATO-ríkin hvött til að veita Úkraínu „víðtækan stuðning“ og leitast við að minnka efnahagslegan áhrifamátt Rússa gegn landinu með því að draga úr gas- og olíukaupum Evrópuþjóða af Rússum.

Lögð er áhersla á að Vesturlönd vilji halda uppi samskiptum við ráðamenn í Moskvu þrátt fyrir spennu vegna Úkraínudeilunnar og hernaðaraðgerða Rússa í Sýrlandi.

„Við verðum að ræða saman áfram,“ sagði Ojars Eriks Kalnins, formaður sendinefndar Lettlands á NATO-þinginu. „Engum dyrum hefur verið lokað. Það er að lokum undir Rússum komið að ganga í gegnum þessar dyr og hefja samvinnu.“

Kalnins kynnti tillögu stjórnmálanefndar NATO-þingsins þar sem bandalagsríkin eru hvött til að sýna áfram „samstöðu og staðfestu“ gagnvart aðgerðum Rússa. NATO ætti hins vegar einnig að vinna að því að endurvekja hugsjónina um heila og frjálsa Evrópu þar sem Rússar legðu sitt af mörkum.

Á þinginu lýstu ýmsir ræðumenn áhyggjum vegna aukinnar hervæðingar í Rússlandi.

Þrír íslenskir þingmenn sitja NATO-þingið segir æa vefsíðu alþingis: Birgir Ármannsson (S), Þórunn Egilsdóttir (F) og Össur Skarphéðinsson (Sf).

Heimild: NATO-þingið

.

 

Skoða einnig

Úkraínuher fær F-16-þotur að lokinni þjálfun flugmanna

Bandaríkjastjórn hefur heimilað stjórnvöldum bandalagsríkja sinna að gefa Úkraínumönnum F-16-orrustuþotur. Þar með aukast líkur á …