Home / Fréttir / NATO-ráðherrar ákveða að efla heraflann í A-Evrópu

NATO-ráðherrar ákveða að efla heraflann í A-Evrópu

Jems Stoltenberg á blaðamannafundi í Brussel.
Jems Stoltenberg á blaðamannafundi í Brussel.

Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna ákváðu á fundi sínum í Brussel miðvikudaginn 10. febrúar að auka enn hernaðarlegan viðbúnað og umsvif undir merkjum bandalagsins í austurhluta Evrópu. Markmiðið er að sýna Rússum að yfirgangsstefnu þeirra verði svarað af festu.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, skýrði frá þessari niðurstöðu ráðherranna í lok fyrri dags tveggja daga fundar þeirra. Hann sagði að í ákvörðuninni fælist að senda hverjum sem vildi ögra bandalagsríkjunum skýr skilaboð að honum yrði mætt af þunga.

Um er að ræða fjölþjóðlegar hersveitir sem stunda æfingar í NATO-ríkjunum næst landamærum Rússlands. Í Frankfurter Allgeimene Zeitung  sagði miðvikudaginn 10. febrúar að um væri að ræða hersveitir sem yrðu um kyrrt í löndum eins og Póllandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

 

Skoða einnig

Kristilegir demókratar (CDU) velja sér nýja forystu

Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, kemur saman fyrir árslok til að velja …