
NATO stefnir að því að opna fyrir árslok nýja sérfræði- og þjálfunarmiðstöð í Póllandi fyrir þá sem greina starfsemi hryðjuverkamanna og berjast gegn þeim. Frá 40 til 70 manns munu starfa í stöðinni sem kallast á ensku NATO Counter Intelligence Center of Excellence og verður í borginni Kraká í suðurhluta Póllands. Frá þessu var skýrt í Welt am Sonntag hinn 4. október,
Alls er gert ráð fyrir að 10 NATO-ríki komi á einn eða annan hátt að starfsemi stöðvarinnar í Kraká.
Í september opnaði NATO stjórnstöðvar í Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Rúmeníu og Búlgaríu. Alexander Grushko, fastafulltrúi Rússa hjá NATO, gagnrýndi þetta skref af hálfu NATO og sagði það ýta undir þá ranghugmynd að ástæða væri til að óttast átök við stjórnvöld í Moskvu.
Laugardaginn 3. október hófst viðamesta heræfing NATO í meira en einn áratug, Trident Juncture. Meira en 36.000 hermenn og borgaralegir starfsmenn taka þátt í æfingunni, 130 flugvélar, 16 þyrlur og 60 herskip og kafbátar. Æfingin stendur til 6. nóvember.