Home / Fréttir / NATO-hershöfðingi hvetur til árvekni gegn Rússum í Evrópu

NATO-hershöfðingi hvetur til árvekni gegn Rússum í Evrópu

Alexander Sollfrank hershöfðingi milli tveggja starfsbræðra.

NATO verður að búa sig undir að Rússar geri flugskeytaárás á Evrópu komi komi til allsherjar stríðsátaka við þá, sem Alexander Sollfrank hershöfðingi í samtali við The Times í London sem birtist mánudaginn 29. janúar. Hershöfðinginn er yfirmaður birgðamiðstöðvar NATO í Þýskalandi. Hann stjórnaði áður sérþjálfuðum sveitum innan þýska hersins.

Í frásögnum af ummælum hershöfðingjans rifja fjölmiðlar upp að margar viðvaranir hafi birst undanfarið um hugsanlega árás Rússa á NATO-ríki í Evrópu. Þessar viðvararanir ganga þvert á orð herfræðinga sem vilja milda lýsingar á hættunni af Rússum með því að minna á hundruð þúsunda rússneskra hermanna hafi fallið í Úkraínustríðinu og gífurlegt magn hergagna farið forgörðum.

Um leið og bent er á að Rússar hafi varla burði til að berjast á mörgum vígstöðvum og síst af öllu gegn NATO er bent á að Vladimir Pútin Rússlandsforseti hafi nú virkjað rússneskt atvinnulíf og þjóðina til að heyja stórstyrjöld og hann ætli að endurnýja heraflann á fáeinum árum. Um 40% af ríkisútgjöldum í Rússlandi renna nú til hernaðarlegra þátta.

Þessar staðreyndir samhliða því að vestrænn stuðningur við Úkraínu minnkar og her landsins skortir skotfæri og vopn hvetur evrópska stjórnmálamenn og herforingja til að benda á þá hættu sem kunni að blasa við innan fárra ára.

Þeir sem eru svartsýnastir telja að NATO hafi aðeins fáein ár til að taka sig á áður en Pútin sendir herafla sinn hugsanlega gegn hernaðarlegum skotmörkum í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum.

Alexander Sollfrank hershöfðingi er í hópi þeirra sem vilja nú verði skipulega hafist handa við að búa Evrópu undir verstu kosti.

„NATO verður að búa sig undir að Rússar geri flugskeytaárás á Evrópu komi komi til allsherjar stríðsátaka við þá,“ segir hann í viðtalinu við The Times.

Hann hvetur til áverkni allra þjóða NATO og að þær búi sig undir framtíðarógnir við aðstæður þar sem sífellt meiri óstöðugleiki og óvissa einkennir þróun heimsmála.

Þýski hershöfðinginn telur að NATO búi yfir nægum varnarmætti og fælingarmætti til halda Rússum í skefjum. Á hinn bóginn verði að huga að dreifingu herafla og hergagna um meginland Evrópu og sérstaklega við austur landamæri NATO-svæðisins. Þá skorti enn á samhæfingu tækja og liðsafla ólíkra landa. Það skipti því miklu að einfalda alla verkferla og tryggja skjót viðbrögð svo að snúist sé gegn hugsanlegum ógnum á árángursríkan hátt.

Fyrr í janúar hvatti aðmíráll Rob Bauer, formaður hermálanefndar NATO, bandalagsríkin til að búa sig undir allsherjarstríð við Rússa og til þess kynni að koma innan þriggja ára.

 

 

Skoða einnig

Harðnandi hótanir Pútins og staðfastur stuðningur Bidens

Joe Biden Bandaríkjaforseti er í opinberri heimsókn í París laugardaginn 8. júní. Á fundi með …