Home / Fréttir / NATO-floti æfir með Svíum

NATO-floti æfir með Svíum

Myndin er tekin um borð í HNoMS Otto Sverdrup  þegar siglt var með skipum úr sænska flotanum.
Myndin er tekin um borð í HNoMS Otto Sverdrup þegar siglt var með skipum úr sænska flotanum.

Skip undir merkjum fastaflota NATO, Standing NATO Maritime Group One (SNMG1), tóku þátt í sænsku flotaæfingunni SWENEX dagana 11. til 21. maí 2020 undan Skagerak og á Eystrasalti.

Fyrir fastaflota NATO fóru HNoMS Otto Sverdrup og FGS Rhon en skipin gegndu hlutverki andstæðings sænska flotans sem í æfingunni varði sænska landhelgi fyrir þeim sem reyndu að rjúfa hana,

Af hálfu sænska flotans tóku 15 herskip, 80 litlir bátar og 2.000 sjóliðar þátt í æfingunni ásamt þyrlum og litlum flugvélum.

Sameiginlegir hagsmunir Svía og NATO felast í öryggi og stöðugleika á Eystrasalti og að samgöngum þar sé ekki ógnað.

Að lokinni æfingunni fóru skipin í NATO-fastaflotanum í stutta heimsókn til Stokkhólms.

Önnur æfing með þátttöku skipa frá NATO-ríkjum hefst á Eystrasalti 7. júní, BALTOPS 2020.

 

Skoða einnig

Utanríkisráðherra Póllands hvetur til endurhervæðingar í Evrópu

Evrópuþjóðir verða að gera áætlun til langs tíma um endurhervæðingu til að skapa mótvægi við …