Home / Fréttir / NATO fækkar starfsliði í fastaskrifstofu Rússa

NATO fækkar starfsliði í fastaskrifstofu Rússa

Jens Stoltenberg á blaðamannafundi NATO.
Jens Stoltenberg á blaðamannafundi NATO.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, las eftirfarandi yfirlýsingu á fundi með fréttamönnum í dag (þriðjudaginn 27. mars í höfuðstöðvum NATO í Brussel:

Með árásinni í Salisbury var í fyrsta sinn beitt taugaeitri á NATO landsvæði. Bandalagríki NATO lýstu 14. mars þungum áhyggjum og skömm vegna þessa ábyrgðarlausa brots á alþjóðareglum.

Síðan hafa miklar umræður farið fram um málið meða bandalagsríkjanna, þar á meðal hér í NATO og í höfuðborgum landanna.

Til þessa hafa umræðurnar leitt til brottreksturs meira en 140 rússneksra embættismanna frá meira en 25 löndum NATO og samstarfsaðila þess.

Þetta er víðtækt, sterkt og samhæft alþjóðlegt andsvar. Í þessu andsvari felst meðal annars að NATO er einhuga um að stíga frekari skref.

Ég hef í dag afturkallað skráningarbréf sjö starfsmanna í rússnesku fastaskrifstofunni gagnvart NATO.

Ég mun einnig neita að afgreiða skráningarbréf þriggja nýrra starfsmanna.

Norður-Atlantshafsráðið hefur fækkað í fastaskrifstofu Rússa gagnvart NATO um tíu manns í samræmi við ákvörðun mína. Með þessu verða starfsmenn skrifstofunnar alls 20.

Í þessu felast skýr skilaboð til Rússa um að því fylgi kostnaður og afleiðingar að haga sér á óviðunandi og hættulegan hátt. Þetta má rekja til þess að Rússar hafa ekki gefið upplýsandi svar um það sem gerðist í Salisbury.

Í aðgerðum okkar birtast alvarlegar áhyggjur allra bandalagsríkjanna og þær eru hluti samræmds alþjóðlegs átaks til að bregðast við framgöngu Rússa.

Aðgerðirnar eru reistar á meðalhófi og samræmast lagaskyldum okkar.

Ákvörðunin sem tekin er í dag breytir ekki stefnu NATO gagnvart Rússum.

NATO fylgir enn sem fyrr tveggja brauta stefnu sem reist er á öflugum vörnum  og fúsleika til viðræðna, þar kemur til dæmis til vinna við að undirbúa næsta fund ráðs NATO og Rússlands.

 

Skoða einnig

Tortryggni í garð Moskvuvaldsins vex í gömlu Sovétlýðveldunum

Stuðningur við forsystusveit Rússlands hefur hrapað í nágrannalöndum landsins. Íbúar landanna eru tortryggnir í garð …