Home / Fréttir / NATO endurnýjar ratsjá á Borgundarhólmi

NATO endurnýjar ratsjá á Borgundarhólmi

Danska flugherstöðin Skrydstrup á Suður-Jótlandiþ
Danska flugherstöðin Skrydstrup á Suður-Jótlandi.

Næstu tvö ár ætlar NATO að standa undir kostnaði við að reisa nýja ratsjárstöð á vegum danska flughersins í Almindingen á dönsku Eystrasaltseyjunni Borgundarhólmi, austasta tanga Danmerkur. Eyjan er fyrir sunnan Svíþjóð, norðaustan Þýskalands og norðan Póllands.

Með ratsjánni má fylgjast með ferðum flugvéla yfir stórum hluta Eystrasalts og inn yfir Eystrasaltsríkin. Þá leiða framkvæmdirnar einnig til þess að ekki hverfa 20 störf á vegum hersins á eyjunni.

Max Ellegaard Hansen majór sem er yfirmaður Radarhoved Bornholm/Air Control Wings á eyjunni segir að ákvörðun NATO megi rekja til þess að Borgundarhólmur sé svo austarlega að ekki sé víða unnt að ná jafnlangt í þá átt og gera megi þaðan.

Ratsjána má nota til eftirlits á svæði sem er 470 km í radíus og hún er ein af þremur ratsjám með notaðar eru til eftirlits með flugumferð í Danmörku. Hinar eru á Jótlandi, á Skagen í norðri og Skrydstrup í suðri.

NATO hefur til þessa staðið undir kostnaði við ratsjáreftirlit frá Borgundarhólmi en danski herinn leggur til mannafla. Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að ratsjáin sé mjög mikilvæg bæði fyrir Dani og NATO því að með henni megi fylgjast með hvort rússneskar herflugvélar séu þarna á ferð til dæmis nærri Danmörku.

Séu danskar flugvélar sendar á loft til að fljúga í veg fyrir rússneskar vélar er ákvörðun tekin um að það í Air Control Wing í Karup og vélarnar sendar af stað frá flugherstöðinni Skrydstrup á Suður-Jótlandi.

Skoða einnig

Úkraínustjórn fordæmir erlenda „eftlrlitsmenn“ rússneskra svikakosninga á hernumdum svæðum í Úkraínui

Úkraínsk stjórnvöld hafa harðlega gagnrýnt kosningarnar sem efnt var til undir stjórn Rússa á hernumdum …