Home / Fréttir / Nærvarnir danskra herskipa á Norður-Atlantshafi verður að auka

Nærvarnir danskra herskipa á Norður-Atlantshafi verður að auka

Hvidbjørnen á vetrarsiglingu.

Auka á getu danska flotans og landhersins til að verjast óvinveittum drónum og flugskeytum segir í fyrstu tillögu dönsku ríkisstjórnarinnar um hvernig framkvæma eigi samning sem gildir til margra ára um útgjöld til varnarmála.

Ríkisstjórnin leggur til að 6,5 milljörðum DKK (135 milljörðum ISK) verði varið til að kaupa flaugar til nærvarna og tundurskeyti fyrir herflotann. Tundurskeytin á að nýta til að verjast árásum frá kafbátum á hafsvæðum við Danmörku, Færeyjar og Grænland.

Landhernum á tryggja betri búnað til loftvarna.

Með þessum aðgerðum er stuðlað að því að Danska konungsríkið standist þær öryggiskröfur sem NATO gerir, segir í fréttatilkynningu varnarmálaráðuneytisins.

Þá er einnig ætlunin að fjölga í herafla konungsríkisins. Varið verður 3,5 milljörðum DKK til að ráða og þjálfa meiri mannafla.

Í fyrstu fjárveitingu innan ramma nýja langtímasamningsins um varnarmál er er gert ráð fyrir að nýta 13 milljarða DKK af þeim 143 milljörðum DKK sem gert er ráð fyrir í samningnum.

Á vefsíðunni Altinget Arktis var í liðinni viku sagt frá því að yfirstjórn hersins leggi til að miklu fé verði varið til að leggja flugvelli á Grænlandi undir forsjá Arktisk Kommando, það er dönsku norðurslóðaherstjórninni í Nuuk, höfuðstað Grænlands.

Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að enn verði gömlu herskipin sem notuð eru til eftirlits á Norður-Atlantshafi notuð enn í 15 ár. Þetta eru skipin Thetis, Triton, Vædderen og Hvidbjørnen sem koma reglulega til Reykjavíkurhafnar. Þau eru meira en 30 ára gömul.

 

Heimild: Grænlenska útvarpið, KNR.

 

Skoða einnig

ESB-þingmenn hafna tillögum Orbáns um Úkraínu

Nýkjörið 720 manna ESB-þing kom saman til fyrsta fundar í Strassborg þriðjudaginn 16. júlí og …