Home / Fréttir / Misheppnað eldflaugaskot kemur sé illa fyrir Kim Jong-un

Misheppnað eldflaugaskot kemur sé illa fyrir Kim Jong-un

Langdræg eldflaug N-Kóreumanna.
Langdræg eldflaug N-Kóreumanna.

Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug á loft að morgni sunnudags 16. apríl af palli nálægt kafbátalægi sínu við Sinpo á austurströnd lands síns. Eldflaugarskotið misheppnaðist eins og oft hefur gerst áður að sögn bandarískra herforingja í Suður-Kóreu.

Að skotið misheppnaðist var verulegt áfalla fyrir Kim Jong-un, alræðisherra Norður-Kóreu. Álykta má að hann hafi viljað senda eldflaugina á loft í tengslum við hátíðarhöld vegna 105 ára afmælis afa síns, fyrsta alræðisherra Norður-Kóreu, og vegna þess að Bandaríkjastjórn sendi flotadeild undir forystu flugmóðurskips í átt að landi hans til að knýja hann til að draga úr ögrunum sínum.

Undanfarin þrjú ár hafa Norður-Kóreumenn og Bandaríkjamenn tekist á um eldflaugaáætlun N-Kóreumanna. Átökin hafa verið með leynd en í mars var skýrt frá því í The New York Times (NYT) að Barack Obama hefði sem forseti gefið fyrirmæli um árásir á eldflaugaskotpalla N-Kóreu meðal annars með rafeindatækni. NYT segir að óljóst sé hve vel hafi gengið að trufla N-Kóreumenn við að framkvæma áætlun sína vegna þess ógerlegt sé að átta sig á hvort eldflaugaskot hafa misheppnast vegna skemmdarverka, bilana eða óheppni. Eitt sé víst að misheppnuðum skotum hafi fjölgað til mikilla muna síðan Obama gaf fyrirmæli sín.

Þegar spurt var hvort Bandaríkjamenn hefðu átt hlut að því að N-Kóreumönnum misheppnaðist að þessu sinni svaraði Jim Mattis varnarmálaráðherra: „Forsetinn og hernaðarlegir samstarfsmenn hans hafa vitneskju um nýjasta misheppnaða eldflaugaskot Norður-Kóreumanna. Forsetinn hefur ekki meira að segja.“ Svarið geta menn túlkað á hvern hátt sem þeir kjósa.

Nokkrum klukkustundum fyrir misheppnaða eldflaugaskotið voru þrjár gerðir langdrægra eldflauga sýnd á breiðstrætum Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, á árlegri hersýningu á mestu hátíð þjóðarinnar þar sem fagnað er alræði Kim-fjölskyldunnar. Núverandi alræðisherra stór á palli umkringdur öldruðum herforingjum og fylgdist með hersýningunni, straumi hermanna, skriðdreka og eldflauga.

Laugardagurinn 15. apríl var 105. ára afmælisdagur Kims il-sungs, stofnanda ríkisins, afa Kims Jong-uns sem ungi alræðisherrann reynir að líkjast í útliti og fasi. Dagurinn er kenndur við sólina.

Skoða einnig

Málstofan „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ komin á Netið

Ánægjulegt að deila hér samantekt á nýlegu málþingi Varðbergs „Öryggi og varnir á norðurslóðum“ sem …