Home / Fréttir / Mikil flugheræfing í Finnlandi

Mikil flugheræfing í Finnlandi

 

Hornet-orrustuþota.
Hornet-orrustuþota.

Finnski flugherinn efnir til mestu árlegu heræfingar sinnar, Ruska 17, í þessari viku, frá mánudegi 9. október til föstudags 13. október. Sænski flugherinn er nú í fyrsta sinn þátttakandi í æfingunni. Sænskir hermenn taka þátt bæði sem bandamenn og óvinir segir finnski flugherinn.

Alls taka rúmlega 60 flugvélar og um 4.500 hermenn í flugherstöðvum hvarvetna í Finnlandi þátt í æfingunni. Æft verður í nágrenni Rovaniemi, Kuopio, Pirkkala og Vaasa.

Tilgangur Ruska 17 er að þjálfa hermenn við loftvarnir á neyðarstundu. Flugherinn virkjar meira en 30 Hornet-orrustuþotur, 14 Hawk-þjálfunarþotur og nokkrar flutninga- og tengslavélar. Finnski landherinn tekur þátt í æfingunni með NH90 þyrlum.

Sænski flugherinn sendir átta Gripen-orrustuþotur til þátttöku í æfingunni og einnig Argus-eftirlitsflugvél. Sænsku vélarnar koma frá Kallax flugherstöðinni í Svíþjóð.

Heimild: YLE

 

 

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …