Home / Fréttir / Miðstöð gegn blandaðri stríðsógn opnuð í Helsinki

Miðstöð gegn blandaðri stríðsógn opnuð í Helsinki

 

Frá Helsinki.
Frá Helsinki.

Saul Niinistö, forseti Finnlands, opnaði miðstöð til greiningar á blönduðu stríðshótunum mánudaginn 2. október. Miðstöðin er í Helsinki og tóku háttsettir fulltrúar NATO og ESB þátt í athöfninni.

Með nýju miðstöðinni er ætlunin að greina blandaðar stríðsógnir og áhrif þeirra í frjálsum, opnum samfélögum. Þessar ógnir felast í afskiptum af kosningum, upplýsingafölsunum og skemmdarverkum í netheimum. Þeir sem standa að slíkum ógnum geta bæði verið á vegum óvinaríkja og einkaaðila

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti ræðu við athöfnina, ásamt Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB, og Juha Sipilä, forsætisráðherra Finna.

Tólf ríki eiga aðild að miðstöðinni þegar hún tekur til starfa, þar á meðal Finnland, Svíþjóð, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Öll ríki í ESB og NATO geta átt aðild að stofnuninni.

 

Skoða einnig

Ísraelar hvattir til stillingar – þeir segjast taka eigin ákvarðanir

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sagði 17. apríl að loknum fundum með forsætisráðherra og utanríkisráðherra Ísraels …