Home / Fréttir / Meiri hafís við norðurpólinn en áður

Meiri hafís við norðurpólinn en áður

Venjulega er ísinn við norðurpólinn minnstur í september ár hvert. Um þessar mundir er ísbreiðan við pólinn meiri en sést hefur í nokkur ár. Þetta kemur fram í gögnum frá National Snow and Ice Data Center (NSIDC) í Bandaríkjunum.

Meiri ís nú árið 2021 leiðir þó ekki til þess að kenningum um að norðurslóðir verði íslausar sé ýtt til hliðar.

Hafís á norðurslóðum skiptir máli af því að hann minnkar hlýnun jarðar fyrir utan að hann skiptir máli fyrir dýralíf á þessum slóðum.

NSIDC segir að eins og málum sé nú háttað hafi ísbreiðan verið minnst 16. september 2021 þegar hún náði yfir 4,72 milljónir ferkílómetra. Breiðan hefur ekki verið svo stór í 10 ár, hún var t.d. 3,39 m. ferkm árið 2012. Þá var bráðnunin mest.

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …