Home / Fréttir / May tapar með 230 atkvæða mun í þinginu

May tapar með 230 atkvæða mun í þinginu

 

_104467888_hi050750881Tillögu ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Breta, um viðskilnað við Evrópusambandið var hafnað með 230 atkvæða mun (202 með, 432 á móti) í neðri deild breska þingsins um kvöldmatarleytið þriðjudaginn 15. janúar. Bresk ríkisstjórn hefur ekki fengið slíka útreið á þingi svo elstu menn muna.

May boðaði strax að atkvæðagreiðslunni lokinni að hún mundi leita eftir trausti þingmanna við stjórn sína miðvikudaginn 16. janúar. Því er spáð að hún hljóti traust með atkvæðum þingmanna Íhaldsflokksins og DUP, Lýðræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi.

Sitji stjórnin áfram verður næsta skref hennar að leita leiða til að mynda meirihluta á þingi til að forða úrsögn úr ESB án samnings sem virðist vilji meirihluta þingmanna. Allt bendir til að óhjákvæmilegt verði að skapa þingingu lengri frest en til 29. mars 2019 til að komast að niðurstöðu – þann dag rennur út úrsagnarfrestur Breta samkvæmt 50. grein sáttmála ESB.

Þrjár leiðir eru nefndar: fríverslunarsamningur að fordæmi Kanada, aðild að EES (norska leiðin) og endurtekin þjóðaratkvæðagreiðsla. Vegna þess að enginn meirihluti er á þingi getur allt gerst.

Svar Brusselmanna við niðurstöðu bresku þingmannanna er að ekki dugi fyrir þá að segja bara nei – þeir verði að segja hvað þeir vilji, ESB hreyfi sig ekki meira.

Skoða einnig

Tortryggni í garð Moskvuvaldsins vex í gömlu Sovétlýðveldunum

Stuðningur við forsystusveit Rússlands hefur hrapað í nágrannalöndum landsins. Íbúar landanna eru tortryggnir í garð …