
„Það er mjög líklegt að Rússar standi að baki árásinni á fyrrverandi rússneskan njósnara,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Breta, í neðri deild breska þingsins síðdegis mánudaginn 12. mars.
Forsætisráðherrann gerði þinginu grein fyrir niðurstöðum sérfræðinga á eiturefna-árás á Rússann Sergej Skripal, fyrrv. njósnara, og Juliu, dóttur hans, í Salisbury í Suður-Englandi sunnudaginn 4. mars.
May sagði að beiting eitursins væri „bein aðgerð rússneska ríkisins gegn landi okkar“ eða rússnesk stjórnvöld hefðu misst stjórn á taugaeitri og þar með gert öðrum kleift að komast yfir það. Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, hefði lagt spurningu um þetta fyrir sendiherra Rússlands og hefði farið svar hans síðdegis þriðjudaginn 13. mars. Breska ríkisstjórnin myndi síðan kynna þinginu aðgerðir af sinni hálfu miðvikudaginn 14. mars.