Home / Fréttir / Markviss stigmögnun fjandsakapar í garð Rússa, segir Zhakarova.

Markviss stigmögnun fjandsakapar í garð Rússa, segir Zhakarova.

Maria Zakharova.

Maria Zakharova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði föstudaginn 14. apríl að Rússar teldu brottrekstur 15 rússneskra sendiráðsmanna frá Noregi „markvissa stigmögnun fjandskapar í garð Rússa“.

Norska ríkisstjórnin rak sendiráðsmennina fimmtudaginn 13. apríl og sagði Zakharova að það hefði verið gert eftir að norskir fjölmiðlar stofnuðu til „dreifingar falsfrétta“ gegn rússneskum leyniþjónustum.

„Um það ríkir enginn vafi að stjórnvöld og stofnanir þeirra mötuðu fjölmiðla á röngum upplýsingum auk þess sem þeir voru undir erlendum áhrifum, þetta var þaulskipulögð aðgerð sem miðaði að því að spilla samskiptunum við Rússa enn frekar,“ sagði Zakharova.

Rússneska utanríkisráðuneytið hefur ekki enn látið uppi hver viðbrögð þess verða. Zakharova lagði hins vegar áherslu á að norska stjórnin hefði alvarlega skaðað tengsl Rússa og Norðmanna.

„Þessari aðgerðir verður svarað af okkar hálfu, annað er ekki hægt og svarið verður hart,“ sagði hún.

 

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …