Home / Fréttir / Málþing um öryggi og varnir á norðurslóðum

Málþing um öryggi og varnir á norðurslóðum

Málþing um öryggi og varnir á norðurslóðum

Málþing Varðbergs, Norðurslóðanetsins, og Háskólans Akureyri, fimmtudaginn 25. janúar 13:00-16:00 í sal M101 í háskólanum.

Varðberg, félag um vestræna samvinnu og alþjóðamál, stendur fyrir málþingi um öryggi og varnir á norðurslóðum fimmtudaginn 25. janúar næstkomandi. Málþingið er haldið í samstarfi við Norðurslóðanet Íslands (IACN) og Háskólann á Akureyri. Málþingið sem fer fram á ensku verður í sal M101 í háskólanum en er einnig streymt.

Málstofan miðar að því að skapa vettvang fyrir málefnalega umræðu um öryggisþróun á norðurslóðum. Leitast verður við að svara:

• Hvaða áhrif árásarstríð Rússlands í Úkraínu hefur á samstarf ríkja á norðurslóðum.

• Hverjar eru afleiðingar aukinnar hernaðaruppbyggingar Rússlands á norðurslóðum?

• Hvaða afleiðingar mun aðild Finna og væntanlega Svía að Atlantshafsbandalaginu hafa á langtímasamstarf ríkja á Norðurslóðum.

Fyrirlesarar á málþingi verða:

• Njord Wegge, prófessor við Norska varnarmálaháskólann. Erindi hans ber heitið: “Great power rivalry in a divided Arctic – The defence of NATO’s northern flank in a new era”.

• Rasmus Gjedssø Bertelsen,prófessor í norðurfræðum við Norðurslóðaháskólann í Noregi (UiT) og prófessor í norðurslóðafræðum við Háskólann á Akureyri.

• Matthew Bell, skólastjóri við Ted Stevens Center for Arctic Security Studies. Erindi hans ber heitið: “Advancing Solutions to Arctic Maritime Security”.

Norska sendiráðið á Íslandi býður til móttöku að málþingi loknu.

Málþinginu verður streymt á neti Háskólans á Akureyri á vefsetrum Norðurslóðastofnana, vef Morgunblaðsins MBL og á vef Varðbergs.

Fundurinn er opinn öllum þeim er skrá sig til þátttöku á hlekknum:

https://www.shareyournorth.is/events/security-and-defence-in-the-high-north

Skoða einnig

Kjarnorkuknúinn Norðurflotakafbátur í fyrstu ferð sinni um N-Atlantshaf til Kúbu

Fjögur skip úr rússneska Norðurflotanum, þar á meðal há-nútímalegur, vel vopnaður kjarnorkuknúinn kafbátur, verða í …