Home / Fréttir / Málfundur um breytt öryggisumhverfi norðurslóða

Málfundur um breytt öryggisumhverfi norðurslóða

Breytt öryggisumhverfi norðurslóða: Munu hernaðarleg umsvif aukast á norðurslóðum eða er hægt að tryggja áframhaldandi samvinnu?

Rannsóknasetur um norðurslóðir í samstarfi við Varðberg, utanríkisráðuneytið og Varnar og öryggismálanet norðurslóða og Norður-Ameríku (NAADSN) boða til málfundar um breytt öryggisumhverfi á norðurslóðum. Á fundinum munu sérfræðingar í öryggismálum frá Kanada og Íslandi ræða þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á norðurslóðum og hvort að hernaðarleg umsvif muni aukast á svæðinu og með hvaða hætti sé hægt að stuðla að samstarfi til að takast á sameiginlegar áskoranir.

Árásarstríð Rússlands gagnvart Úkraínu hefur breytt stöðu öryggismála á norðurslóðum þar sem samskipti ríkja hafa fram til þessa einkennst af samvinnu og lítilli spennu. Aukin samkeppni ríkja og aukin hernaðarleg umsvif á svæðinu gefa vestrænum ríkjum ærið tilefni til að endurmeta stöðuna og ræða með hvaða hætti þjóðir geti tryggt öryggi sitt. Er erfiðara að viðhalda nauðsynlegu samráði og samstarfi um samfélagslegar áskoranir í þessu breytta öryggisumhverfi? Hvernig getum við tryggt samfélagslegt öryggi, efnahagslega uppbyggingu og sameiginleg viðbrögð við áhrifum loftslagsbreytinga?

Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þjóðminjasafnsins þann 7. júní nk. frá kl. 9:30-16:00. Fundurinn er öllum opinn og fer fram á ensku.

Dagskráin á PDF sniði er hér.

Skráning á viðburðinn fer fram hér.

 

Skoða einnig

Ekki lengur í fyrsta sæti eftir 99 ár – hægri sveifla í Noregi

Í fyrsta sinn frá árinu 1924 er gengið til kosninga í Noregi án þess að …